Vel útbúnir reiðhjólaþjófar valda ótta í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 16:57 Íbúar í Garðabæ eru reiðir og skelkaðir eftir að reiðhjólaþjófar fóru þar um í nótt, vel útbúnir og stálu reiðhjólum og barnavagni. Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm. Lögreglumál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Mjög vel útbúnir reiðhjólaþjófar hafa skotið Garðbæingum skelk í bringu. Þeir voru á ferli í nótt og á Facebook-hópi íbúa í Garðabæ er þetta til umræðu. Einn íbúanna birti myndir af bakpoka sem hann fann snemma í morgun, greinilega eftir þjóf eða þjófa sem höfðu skilið hann eftir og flúið af vettvangi.Þjófarnir hlupu frá vel útbúnum bakpoka sínum „Hann hefur greinilega orðið fyrir truflun,“ segir Herdís Sigurbergsdóttir sem fann pokann. „Hann fannst við hliðina á hjóli sonar míns. En hjóli dóttur minnar var stolið ásamt mörgum öðrum. Þeir náðu að eyðileggja lásinn á hjólinu hans en hafa greinilega verið truflaði og hlaupið á brott.“Bakpokinn er fremur óhuganlegur á að líta.Herdís segir, í samtali við Vísi, þetta ákaflega gremjulegt og ömurlegt til þess að vita að ekki sé hægt að fá að hafa hjólin í friði fyrir svona þorpurum. Hún vonast til þess að hjólin finnist og að börnin fái þau sem fyrst í hendurnar. „Það er ekkert grín að lenda í svona.“Hjólum og barnavagni stolið Aðrir sem urðu fyrir barðinu á þessum þrjótum sendu frá sér þessa tilkynningu: „Í nótt komu óprúttnir aðilar í Línakur í Garðabæ og rændu tveimur reiðhjólum. Þetta eru tvö 24" Trek barnareiðhjól. Voru læst en lásarnir klipptir. Myndir af hjólum fylgja með. Að auki var tekinn Emmaljunga barnavagn, svartur að lit og er Deluxe útgáfan, sem sagt stærri útgáfan. Endilega hafið opin augun fyrir okkur.“Í bakpokanum voru ýmis verkfæri sem koma sér vel þegar menn eru í því að stela reiðhjólum.Skúli Jónsson stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir þetta allt koma heim og saman. Lögreglan er komin með bakpokann í sínar hendur og hefur þjófnaðurinn verið kærður. Hann segir að það sé ekki faraldur í gangi.Íbúar berskjaldaðir gagnvart svona þrjótum „En, þetta lítur ekkert vel út miðað við hvað gerðist þarna í nótt og fundurinn á þessum verkfærum þannig að fólk þarf að vera á varðbergi með þetta. Þegar menn eru svona útbúnir eru fólk orðið býsna berskjaldað gagnvart þrjótunum,“ segir Skúli og bendir fólki á að huga vel að hjólum sínum, sem séu dýr. Og þegar menn sem eru svona útbúnir virðist fátt annað duga en geyma hjólin innan dyra. Hann segir jafnframt að erfitt geti reynst að finna kóna sem þessa. En, þetta hefur allt verið bókað og lögreglumenn í eftirliti hafi augun hjá sér. „Lögreglumenn hér hafa þetta hjá sér við eftirlitið. Við höfum afskipti af mönnum sem eru að þvælast um miðja nótt með einhverja bakpoka, það gefur augaleið. Þó það sé ekki meira. En, jú, að sjálfsögðu er þetta erfitt. Að finna svona þrjóta.“ Skúli ítrekar að ekki sé um faraldur að ræða en árið 2016 var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað í 62 skipti í hans umdæmi, 55 árið 20017 og það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um fimm.
Lögreglumál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira