Vinstri græn vilja tryggja öllum leikskólapláss og grípa til róttækra aðgerða gegn mengun Sylvía Hall skrifar 2. maí 2018 19:12 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, kynnti stefnumál flokksins í dag. Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“ Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“
Kosningar 2018 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira