Vinstri græn vilja tryggja öllum leikskólapláss og grípa til róttækra aðgerða gegn mengun Sylvía Hall skrifar 2. maí 2018 19:12 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, kynnti stefnumál flokksins í dag. Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“ Kosningar 2018 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“
Kosningar 2018 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira