Lífið

Úrslitin ráðast í Allir geta dansað

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Mynd frá undanúrslitaþætti Allir geta dansað þar sem Hugrún og Daði Freyr voru send heim.
Mynd frá undanúrslitaþætti Allir geta dansað þar sem Hugrún og Daði Freyr voru send heim. Vísir
Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 þann 11. mars síðastliðinn. 10 pör hófu keppni en aðeins 4 pör komust áfram í úrslitaþáttinn sem fer fram í kvöld. 10 pör hófu leik og var fyrirkomulagið þannig að einn þjóðþekktur einstaklingur var paraður með fagdansara.Í domnefnd eru þau Selma Björnsdóttir, Karen Reeve og Jóhann Gunnar Arnarson. 

Skandinavískar mjaðmir

Í fyrsta þætti var mikið talað um skandinavískar mjaðmir og var það þá helst eftir að Sölvi Tryggvason og Ástrós Traustadóttir stigu á svið en þau byrjuðu á samba sem krefst þess að vera mjúkur í mjöðmum. Hrafnhildur og Jón Eyþór voru einnig með mjög eftirminnilegt atriði en þau dönsuðu quickstep og útfærðu atriðið eftir Grease myndinni.Enginn var sendur heim í fyrsta þætti og fengu því öll pörin að dansa tvisvar.

Látbragðsleikur og töfrabrögð

Í þætti tvö fengum við svo að sjá öll pörin dansa aftur áður en að eitt par var svo sent heim í lok þáttarins. Þar fengum við að sjá Arnar Grant í nýju ljósi þar sem hann og daman hans, Lilja Guðmundsdóttir, dönsuðu tangó við tónlist úr söngleiknum Chicago.Javi og Ebba Guðný voru einnig með skemmtilegt atriði, en þau dönsuðu vínarvals þar sem Javi var í gervi látbragðsleikara.Það voru þau Óskar Jónasson og Thelma Rut Sigurðardóttir sem fóru heim í lok þáttar.

Mýkri mjaðmir

Þáttur þrjúr var ekki af verri endanum og mörg flott atriði sem við fengum að sjá þar. Pörin voru farin að ná betur saman og mjaðmirnar voru farnar að mýkjast hjá mörgum. Sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jón Eyþór Gottskálksson dönsuðu vínarvals við lag úr teiknimyndinni Anastasia.Það varð þeim að falli og þurftum við því að sjá á eftir þeim.

Erfiður vínarvals

Sölvi Tryggvason og Ástrós Traustadóttir fengu mjög góða dóma frá dómnefnd eftir að hafa dansað vínarvals í fjórða þætti. Þau tóku gamla rokk ballöðu, Iris með Goo Goo Dolls og var atriðið töfrum líkast hjá þeim. Jón Arnar og Hrefna skelltu sér í diskóbúninginn og dönsuðu stórskemmtilegt atriði við lagið Celebration með Kool & The GangVínarvalsinn hefur því miður reynst mörgum pörum erfiður en Sölvi og Ástrós fóru heim eftir að hafa dansað hann.

Ferming og slitinn vöðvi 

Fimmti þáttur var heldur betur viðburðaríkur. Ebba Guðný kom fyrr heim úr fjölskyldufríi til þess að æfa fyrir þáttinn, Lóa Pind hélt fermingarveislu um daginn og keppti um kvöldið og Jón Arnar lagði meira á sig en nokkur annar. Jón hafði slasað sig við gerð síðasta þáttar og slitið vöðva í kálfanum. Hann dansaði þó í þættinum og ekki mátti sjá að mikið væri að hrjá hann.Jón Arnar og Hrefna Dís fóru þó heim og sagði Selma Björnsdóttir að hún væri ánægð fyrir hönd kálfans.

Harry Potter atriði vakti athygli

Í sjötta þætti voru einkunnir dómnefndar orðnar töluvert hærri en í byrjun og pörin farin að ná betur saman og því urðu dansarnir allir betri. Hugrún og Daði voru með stórskemmtilegt atriði í Harry Potter stíl, en þau dönsuðu vínarvals. Jóhanna Guðrún og Max dönsuðu fjörugt jive við lagið Wake me up before you go go. Liðleiki kemur sér alltaf vel í dansi en í einni dýfunni hjá þeim þá sparkaði Jóhanna í höfuðið á Max. Hann var þó enga stund að hrista það af sér og hélt áfram eins og ekkert hefði gerst.

Dómnefndin talaði mikið um framför hjá Lóu Pind og hún hreinlega geislaði á sviðinu þegar hún og Siggi dönsuðu cha cha cha.Því miður fengum við ekki að sjá meira af hennar útgeislun því hún og Siggi voru send heim í sjötta þætti.

Stigamet slegið

Í sjöunda þætti var stigametið slegið þegar Jóhanna Guðrún og Max Petrov fengu þrjár tíur frá dómnefnd og var það í fyrsta skipti í sögu þáttanna.Hugrún og Daði lentu í smá vandræðum í sínu atriði þegar að Hugrún festi hælinn í kjólnum sem hún var í en náði þó að bjarga sér út úr því. Þrátt fyrir það þá fóru þau heim.Það eru aðeins fjögur pör eftir sem keppa í úrslitaþættinum og það eru þau Bergþór Pálsson og Hanna Rún Bazev, Ebba Guðný og Javi Valiño, Arnar Grant og Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Guðrún og Maxim Petrov. Úrslitin ráðast í kvöld og verður þátturinn sýndur í beinni útsendingu kl. 19:10 á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep

Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.