Lífið

Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Bergþór og Hanna Rún lifðu sig inn í atriðið.
Bergþór og Hanna Rún lifðu sig inn í atriðið. Vísir

Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra.

Hanna Rún veiktist heiftarlega af matareitrun í síðustu viku og því gengu æfingarnar ekki sem skildi en það hefur þó ekki komið að sök.

Hanna Rún hefur verið dugleg að skreyta þau Bergþór en það var ekki að þessu sinni því atriðið var svolítið gamaldags og ekki mikið um glys og glingur á þeim tíma.

Bergþór og Hanna dönsuðu sig inn í úrslitin með þessari frammistöðu en úrslitaþátturinn fer fram næstkomandi sunnudagskvöld.

Atriði þeirra úr síðasta þætti má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.