Enski boltinn

LeBron græðir milljarða á Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron hlær alla leið í bankann.
LeBron hlær alla leið í bankann. vísir/getty
Körfuboltastjarnan LeBron James keypti hlut í Liverpool árið 2011 og hann sér ekki eftir því í dag enda hefur verðmæti hlutar hans margfaldast í verði.

LeBron keypti tveggja prósenta hlut í félaginu á 6.5 milljónir dollara,  665 milljónir króna, en þessi tvö prósent kosta núna 32 milljónir dollara eða 3,2 milljarða króna. Hann er því heldur betur búinn að ávaxta féð í Bítlaborginni.





Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi stórstjarna gerir það gott í viðskiptalífinu. 2014 græddi hann meira en 30 milljónir dollara er Apple keypti Beats.

LeBron setti aðeins eina milljón dollara í pítsastaðinn Blaze pizza og er búinn að græða 25 milljónir dollara á þeirri fjárfestingu. Góður innan sem utan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×