Erlent

Sandstormur og eldingar valda fjölda dauðsfalla í Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Flestir létu lífið þegar hús þeirra hrundu í nótt.
Flestir létu lífið þegar hús þeirra hrundu í nótt. Vísir/AFP
Minnst 125 hafa látið lífið vegna mikilla sandstorma og eldinga í Indlandi í dag. Þar langflestir vegna húsa sem hrundu um miðja nótt. Þá hafa minnst 14 orðið fyrir eldingu og embættismenn í Indlandi segja minnst 41 þúsund eldingar hafa lostið jörðina í dag.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni fór veðrið hratt yfir og tilkynntu íbúar að vindur varð gífurlega mikill í um 45 mínútur. Óveðrinu fylgdu svo miklar eldingar. Svipuð óveður valda fjölda dauðsfalla í Indlandi á ári hverju en áratugir eru síðan þeir voru eins mannskæðir og nú.



Björgunaraðilar eru enn að leita í rústum og er búist við því að fjöldi látinna muni hækka enn frekar. Þá hafa veðurfræðingar varað við svipuðu óveðri á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×