Fótbolti

Mikilvægur sigur Malmö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi fagnar fyrsta markinu sem hann skoraði fyrir Malmö.
Arnór Ingvi fagnar fyrsta markinu sem hann skoraði fyrir Malmö. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason spilaði síðari hálfleikinn er Malmö vann mikikilvægan 1-0 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Arnór byrjaði sem varamaður en spilaði síðari hálfleikinn. Eina mark leiksins kom einmitt í síðari hálfleik en það skoraði Carlos Strandberg á 59. mínútu.

Malmö hefur ekki fengið fljúgandi start en þetta er einungis þriðji sigurinn í sjö leikjum hjá ríkjandi meisturum.

Þeir klifruðu upp í fjórða sætið með sigrinum og eru með ellefu stig eftir leikina sjö sem búnir eru. Mörg lið í kringum þá í deildinni eiga eftir að spila í þessari umferð sem verður spiluð að mestu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×