Fótbolti

Kjartan Henry skoraði sigurmark Horsens

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan fagnar marki með Horsens þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Hann yfirgefur liðið í sumar.
Kjartan fagnar marki með Horsens þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Hann yfirgefur liðið í sumar. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark AC Horsens er liðið vann 2-1 sigur á AaB í úrslitakeppni danska fótboltans í kvöld.

Kasper Risgaard kom gestunum frá Álaborg yfir á 43. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik en Ayo Simon Okosun jafnaði fyrir Horsens á 52. mínútu.

Þrátt fyrir að hafa klúðrað á vítaspyrnu gegn FCK á dögunum kom ekki annað til greina en að Kjartan tæki spyrnuna. Sjálfstraustið í botni hjá þessum frábæra framherja og hann skoraði eftir klukkutíma leik.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-1 sigur Kjartans og félaga. Honum var skipt af velli á 88. mínútu en samningur Kjartans við Horsens rennur út í sumar. Hann mun róa á önnur mið í sumar.

Fleiri urðu mökrin ekki og Horsens er í sjötta sætinu með 39 stig en í úrslitakeppnisriðlinum um danska meistaratititilinn eru sex lið. AaB er sæti ofar með einu stigi meira.

Þrjár umferðir eru eftir af keppninni en Bröndby er með fimm stiga forskot á FC Midtjylland á toppi riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×