Tvísýnt um kjarasamninga kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 08:45 Framhaldsskólakennari segir að jafnvel þótt kennarar kenni sama námsefnið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. Beita þurfi ólíkum aðferðum eftir hópum, jafnvel þótt námsefnið sé það sama. Fréttablaðið/Eyþór „Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“ Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það sem við vorum að vonast til að myndi gerast í þessum samningum var að vinnumatinu yrði kastað út,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í Menntaskólanum í Reykjavík, um kjarasamninga Félags framhaldsskólakennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla um samningana hófst á miðvikudaginn og stendur fram til klukkan tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði um 41 prósent félagsmanna greitt atkvæði. Linda Rós segist telja að samningurinn verði felldur og sjálf vonast hún til þess að hann verði kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt ef vinnumatinu hefði verið hent út. Vegna þess að vinnumatið er slíkur ruddaskapur við stéttina að það er ekkert hægt að una við það.“ Linda segir að það sem fari einkum fyrir brjóstið á henni varðandi vinnumatið sé að ef kennarar kenna sama pensúmið oftar en einu sinni, þá skerðist launin. „Það er sem ég sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar greiðslur vegna þess að hann er að fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“ segir Linda. Til útskýringar segir hún að jafnvel þótt kennarar kenni sama pensúmið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú getur verið með einn hóp þar sem þú þarft að beita þér lítið. Þú getur svo verið með annan hóp sem er með börnum með miklar sérþarfir og þú getur þá þurft að beita þér allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar séu því öðruvísi þótt pensúmið sé það sama. Kennarar hafa einnig gert athugasemdir við það að 14. grein kjarasamninganna hafi verið tekin út. Þeirri grein var ætlað að tryggja að laun kennara myndu ekki dragast aftur úr launum félagsmanna í BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því að ég mun aldrei koma til með að samþykkja þetta,“ segir Linda. Björn Ólafsson, trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segist vonast til að samningurinn verði samþykktur. Í honum séu nokkur ákvæði sem geri hann aðlaðandi. Hann segir þó að atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Björn telur að samningurinn núna hafi verið ágætur biðleikur í eitt ár. Kennarar séu að reyna að halda sig á pari við félagsmenn í BHM og það virðist takast í þessum samningum. „Ég skil alveg fólk sem er ósátt við samninginn, en það er ekki verið að greiða atkvæði um þá þætti sem fólk er alla jafna ósáttast við. Þetta er ekki kjarasamningur um vinnumat. Þetta er einföld launahækkun upp á 4,25 prósent og það virðist bara vera það sem flestir eru að fá þessa dagana,“ segir hann. Björn lítur svo á að 14. greinin hafa komið inn í kjarasamning kennara árið 2014 en hafi ekki verið inni í samningum sem voru gerðir 2016. Óánægjan núna sé því á misskilningi byggð. „En ef það væri hægt að koma svona ákvæði inn í næsta kjarasamning sem við gerum, þá væri ég manna ánægðastur með það.“
Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira