Innlent

Stoppaður fyrir farsímanotkun en reyndist eftirlýstur af lögregluyfirvöldum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Maðurinn var einnig undir áhrifum vímuefna.
Maðurinn var einnig undir áhrifum vímuefna. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði á sjötta tímanum í dag afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma undir stýri og notaði ekki stefnuljós í Vesturbænum í Reykjavík. Ökumaðurinn reyndist svo vera eftirlýstur af erlendum lögregluyfirvöldum og auk þess undir áhrifum vímuefna.

Lögreglumenn stöðvuðu einnig ökumann í Breiðholti um klukkan níu í kvöld fyrir að tala í farsíma og reyndist sá jafnframt undir áhrifum fíkniefna.

Sektin fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar áttfaldaðist í síðustu viku. Sektin hefur verið 5000 krónur frá árinu 2006 en hækkaði upp í 40 þúsund krónur. Sektirnar fyrir ölvunarakstur hækkaðu úr tvö hundruð og fjörutíu þúsundum í þrjú hundruð og tuttugu þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×