Enski boltinn

Jón Daði markahæstur hjá Reading | Sjáðu öll mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði skorar eitt marka sinna í vetur.
Jón Daði skorar eitt marka sinna í vetur. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsis og Reading, varð markahæsti leikmaður Reading á ný yfirstöðnu tímabili en tímabili liðsins lauk í gær.

Selfyssingurinn skoraði sjö mörk í deildinni og bætti við þremur í bikarnum. Hann og Modou Barrow enduðu með jafn mörg mörk en Jón Daði spilaði færri mínútur en Modou og fékk því bikarinn.

Jón Daði gekk í raðir Reading fyrir tímabilið en hann var á síðasta tímabili hjá Wolves. Wolves fór upp í efstu deildina á þessu tímabili á meðan Reading var í bölvuðu brasi nánast allt tímabilið.

Reading endaði í 20. sæti deildarinnar og var í bullandi fallbaráttu allt fram til síðustu umferðarinnar sem var spiluð um helgina. Þá gerði liðið markalaust jafntefli við Cardiff og hélt sér í deildinni.

Jón Daði verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar en það er gott að Jón Daði komi funheitur til Rússland.

Hér að neðan má sjá bikarinn sem Jón Daði fékk fyrir að vera markahæstur og einnig má sjá öll mörkin sem kappinn skoraði á tímabilinu. Nokkur þeirra afar lagleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×