Kúrdar sýna ISIS-liðum miskunn Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2018 16:42 Úr réttarsal í Sýrlandi. Vísir/AP Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira