Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 15:42 Tilraunir Macron til að tala um fyrir Trump um kjarnorkusamninginn báru engan árangur. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018 Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45
Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18