Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. maí 2018 06:00 Jafnframt hefur hægt á fjölgun ferðamanna. Vísir/stefán Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30
„Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28