Hugmyndir um aukinn skatt á gosdrykki slæmar að mati atvinnurekenda Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:45 Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen. Neytendur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen.
Neytendur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira