Nýr forseti segir byltinguna halda áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Þeir Díaz-Canel og Castro fögnuðu saman í þingsal í gær eftir að þingmenn samþykktu valdaskiptin. Vísir/AFP Í fyrsta skipti í nærri sex áratugi er Castro-fjölskyldan hvorki með forsætisráðherra- né forsetastólinn á Kúbu. Raúl Castro, litli bróðir Fidels, lét af embætti forseta í gær og við af honum tók Miguel Díaz-Canel. Díaz-Canel hafði gegnt embætti fyrsta varaforseta undanfarin fimm ár. Hann er nærri þrjátíu árum yngri en Raúl Castro, fæddur eftir kommúnistabyltinguna og traustur bandamaður fyrirrennara síns. Á þeim sextíu árum sem Castro-bræður stýrðu skútunni hefur Kúba gjörbreyst. Þeir komu á eins flokks kommúnistaríki, rétt undan ströndum Flórída. „Beint fyrir framan nefið á heimsvaldasinnunum,“ sagði Fidel Castro eitt sinn. Og þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum, og þrátt fyrir tíð tilræði bandarísku leyniþjónustunnar við Fidel Castro, er Kommúnistaflokkurinn þar enn við völd. Ljóst er þó að Raúl Castro mun enn vera áhrifamikill á Kúbu. Hann hyggst halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021. Skýrendum þykir líklegt að nýr forseti muni hafa samráð við Castro, Castro muni jafnvel hafa síðasta orðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Will Grant, blaðamaður BBC á Kúbu, lýsti því augnabliki þegar Díaz-Canel og Castro stigu saman inn í þingsal í gær. Sagði hann augnablikið sýna kynslóðaskipti sem myndu þó ekki fela í sér miklar breytingar. Þá sagði Grant að það hafi komið á óvart að einn þingmannanna 605, sem allir eru úr Kommúnistaflokknum, hafi greitt atkvæði gegn Díaz-Canel. Forsetinn nýi hafi þó tryggt sér eina atkvæðið sem skipti máli, nefnilega atkvæði Raúls Castro. Í embættistökuræðu sinni sagðist Díaz-Canel hafa umboð til þess að tryggja að kúbverska byltingin héldi áfram. Utanríkisstefna Kúbu yrði óbreytt og allar ákvarðanir um „nauðsynlegar breytingar“ yrðu kúbversku þjóðarinnar.Fidel og Raúl Castro árið 2011.Vísir/EPA„Það er ekkert pláss á Kúbu fyrir þá sem vilja endurlífga kapítalismann,“ sagði Díaz-Canel sem eyddi að auki drjúgum hluta ræðu sinnar í að lofa fyrirrennara sinn. Þegar forsetinn nýi sagði Kúbu þarfnast Castros risu þingmenn á fætur og klöppuðu. Á borði Díaz-Canel eru mál á borð við algjört hrun hagkerfis Venesúela, eins helsta bandamanns Kúbu, sem og samskiptin við hinar eyjarnar á Karíbahafi og svo Bandaríki Donalds Trump. Bandaríkjaforseti innleiddi í fyrra takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum við Kúbu eftir að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafði slakað á þeim takmörkunum þegar hann bjó í Hvíta húsinu. Stjórnmálaferill Díaz-Canel nær aftur á þrítugsaldurinn. Þá tók hann þátt í ungliðastarfi Kommúnistaflokksins í Santa Clara. Hann varð svo ritari hreyfingarinnar 33 ára gamall áður en hann varð héraðsstjóri Villa Clara. Í umfjöllun BBC segir að þar hafi hann sýnt að hann væri opnari, frjálslyndari en Castro-bræður. Hann hafi til að mynda leyft rokktónleika, sem bannaðir hefðu verið annars staðar, og þá sé samfélag hinsegin fólks þar sýnilegra en víða á Kúbu. Díaz-Canel varð svo hluti framkvæmdaráðs, eða Politburo, Kommúnistaflokksins árið 2003. Árið 2009 varð hann svo ráðherra framhaldsmenntunar og, eins og áður segir, fyrsti varaforseti árið 2013. En þótt Díaz-Canel þyki frjálslyndari en Castro-bræður er búist við því að þær breytingar sem ráðist verður í verði hægfara. Díaz-Canel sé handvalinn arftaki Castros, sem muni sjálfur áfram hafa bein afskipti af stefnu ríkisstjórnarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00 Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Í fyrsta skipti í nærri sex áratugi er Castro-fjölskyldan hvorki með forsætisráðherra- né forsetastólinn á Kúbu. Raúl Castro, litli bróðir Fidels, lét af embætti forseta í gær og við af honum tók Miguel Díaz-Canel. Díaz-Canel hafði gegnt embætti fyrsta varaforseta undanfarin fimm ár. Hann er nærri þrjátíu árum yngri en Raúl Castro, fæddur eftir kommúnistabyltinguna og traustur bandamaður fyrirrennara síns. Á þeim sextíu árum sem Castro-bræður stýrðu skútunni hefur Kúba gjörbreyst. Þeir komu á eins flokks kommúnistaríki, rétt undan ströndum Flórída. „Beint fyrir framan nefið á heimsvaldasinnunum,“ sagði Fidel Castro eitt sinn. Og þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum, og þrátt fyrir tíð tilræði bandarísku leyniþjónustunnar við Fidel Castro, er Kommúnistaflokkurinn þar enn við völd. Ljóst er þó að Raúl Castro mun enn vera áhrifamikill á Kúbu. Hann hyggst halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021. Skýrendum þykir líklegt að nýr forseti muni hafa samráð við Castro, Castro muni jafnvel hafa síðasta orðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Will Grant, blaðamaður BBC á Kúbu, lýsti því augnabliki þegar Díaz-Canel og Castro stigu saman inn í þingsal í gær. Sagði hann augnablikið sýna kynslóðaskipti sem myndu þó ekki fela í sér miklar breytingar. Þá sagði Grant að það hafi komið á óvart að einn þingmannanna 605, sem allir eru úr Kommúnistaflokknum, hafi greitt atkvæði gegn Díaz-Canel. Forsetinn nýi hafi þó tryggt sér eina atkvæðið sem skipti máli, nefnilega atkvæði Raúls Castro. Í embættistökuræðu sinni sagðist Díaz-Canel hafa umboð til þess að tryggja að kúbverska byltingin héldi áfram. Utanríkisstefna Kúbu yrði óbreytt og allar ákvarðanir um „nauðsynlegar breytingar“ yrðu kúbversku þjóðarinnar.Fidel og Raúl Castro árið 2011.Vísir/EPA„Það er ekkert pláss á Kúbu fyrir þá sem vilja endurlífga kapítalismann,“ sagði Díaz-Canel sem eyddi að auki drjúgum hluta ræðu sinnar í að lofa fyrirrennara sinn. Þegar forsetinn nýi sagði Kúbu þarfnast Castros risu þingmenn á fætur og klöppuðu. Á borði Díaz-Canel eru mál á borð við algjört hrun hagkerfis Venesúela, eins helsta bandamanns Kúbu, sem og samskiptin við hinar eyjarnar á Karíbahafi og svo Bandaríki Donalds Trump. Bandaríkjaforseti innleiddi í fyrra takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum við Kúbu eftir að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafði slakað á þeim takmörkunum þegar hann bjó í Hvíta húsinu. Stjórnmálaferill Díaz-Canel nær aftur á þrítugsaldurinn. Þá tók hann þátt í ungliðastarfi Kommúnistaflokksins í Santa Clara. Hann varð svo ritari hreyfingarinnar 33 ára gamall áður en hann varð héraðsstjóri Villa Clara. Í umfjöllun BBC segir að þar hafi hann sýnt að hann væri opnari, frjálslyndari en Castro-bræður. Hann hafi til að mynda leyft rokktónleika, sem bannaðir hefðu verið annars staðar, og þá sé samfélag hinsegin fólks þar sýnilegra en víða á Kúbu. Díaz-Canel varð svo hluti framkvæmdaráðs, eða Politburo, Kommúnistaflokksins árið 2003. Árið 2009 varð hann svo ráðherra framhaldsmenntunar og, eins og áður segir, fyrsti varaforseti árið 2013. En þótt Díaz-Canel þyki frjálslyndari en Castro-bræður er búist við því að þær breytingar sem ráðist verður í verði hægfara. Díaz-Canel sé handvalinn arftaki Castros, sem muni sjálfur áfram hafa bein afskipti af stefnu ríkisstjórnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00 Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00
Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46