Vilja félagsíbúðir á kostnaðarverði og rafknúið lestarkerfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. apríl 2018 19:30 Alþýðufylkingin í Reykjavík boðar félagslegt húsnæði fyrir alla sem vilja, fleiri störf á vegum borgarinnar og rafknúið lestarkerfi, ofan jarðar og neðan. Flokkurinn kynnti stefnumál sín í morgun en oddvitinn segir byltingu alþýðunnar óhjákvæmilega fyrr eða síðar. Frambjóðendur í efstu þrjú sætin, þau Þorvaldur Þorvaldsson, Tamila Gamez Garcell og Vésteinn Valgarðsson kynntu stefnumálin í Friðarhúsinu við Njálsgötu í morgun. Þorvaldur og Vésteinn skörtuðu rauðum bolum með andliti Karls Marx, en oddvitinn Þorvaldur, sem jafnframt er formaður flokksins, boðar nýja sýn í borginni. „Í raun og veru að minnka markaðsvæðinguna, berjast gegn henni og auka vægi félagslegra lausna," segir Þorvaldur.Útgerð og ræktun matvæla á vegum borgarinnar Þannig vill flokkurinn bjóða öllum sem vilja og þurfa félagslegt húsnæði á vegum borgarinnar, ekki bara þeim verst stöddu. Jafnframt vill Þorvaldur að sveitarfélagið hafi fleiri störf á sínum snærum. „Það getur verið útgerð, það getur verið ræktun matvæla, það getur verið fjölmargt. Við viljum t.d. líka að borgin taki til sín þau störf sem hún hefur útvistað áður.“ Í samgöngumálum vill flokkurinn efla almenningssamgöngur, án þess þó að þvinga fólk úr bílum sínum. Til lengri tíma litið telur Þorvaldur rétt að ganga afar langt í uppbyggingu slíkra samgangna. „Við viljum þegar lengra lætur ganga lengra. Við viljum koma á rafknúnu lestarkerfi, ofan- og neðanjarðar eftir atvikum og landsháttum.“ Hann segir borgaryfirvöld eiga að vinna fyrir fólkið og berjast gegn fátækt og misskiptingu. Hann telur aðeins tímaspursmál hvenær alþýðan rísi gegn auðvaldinu. „Bylting alþýðunnar er auðvitað óhjákvæmileg til þess að lífið á jörðinni geti haldið áfram mikið lengur,“ segir Þorvaldur að lokum. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Alþýðufylkingin í Reykjavík boðar félagslegt húsnæði fyrir alla sem vilja, fleiri störf á vegum borgarinnar og rafknúið lestarkerfi, ofan jarðar og neðan. Flokkurinn kynnti stefnumál sín í morgun en oddvitinn segir byltingu alþýðunnar óhjákvæmilega fyrr eða síðar. Frambjóðendur í efstu þrjú sætin, þau Þorvaldur Þorvaldsson, Tamila Gamez Garcell og Vésteinn Valgarðsson kynntu stefnumálin í Friðarhúsinu við Njálsgötu í morgun. Þorvaldur og Vésteinn skörtuðu rauðum bolum með andliti Karls Marx, en oddvitinn Þorvaldur, sem jafnframt er formaður flokksins, boðar nýja sýn í borginni. „Í raun og veru að minnka markaðsvæðinguna, berjast gegn henni og auka vægi félagslegra lausna," segir Þorvaldur.Útgerð og ræktun matvæla á vegum borgarinnar Þannig vill flokkurinn bjóða öllum sem vilja og þurfa félagslegt húsnæði á vegum borgarinnar, ekki bara þeim verst stöddu. Jafnframt vill Þorvaldur að sveitarfélagið hafi fleiri störf á sínum snærum. „Það getur verið útgerð, það getur verið ræktun matvæla, það getur verið fjölmargt. Við viljum t.d. líka að borgin taki til sín þau störf sem hún hefur útvistað áður.“ Í samgöngumálum vill flokkurinn efla almenningssamgöngur, án þess þó að þvinga fólk úr bílum sínum. Til lengri tíma litið telur Þorvaldur rétt að ganga afar langt í uppbyggingu slíkra samgangna. „Við viljum þegar lengra lætur ganga lengra. Við viljum koma á rafknúnu lestarkerfi, ofan- og neðanjarðar eftir atvikum og landsháttum.“ Hann segir borgaryfirvöld eiga að vinna fyrir fólkið og berjast gegn fátækt og misskiptingu. Hann telur aðeins tímaspursmál hvenær alþýðan rísi gegn auðvaldinu. „Bylting alþýðunnar er auðvitað óhjákvæmileg til þess að lífið á jörðinni geti haldið áfram mikið lengur,“ segir Þorvaldur að lokum.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira