Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. apríl 2018 07:00 Lögreglan telur sig hafa haldgóð sönnungargögn í máli Sindra. Vísir/getty Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01