Forstjóri Korean Air rekur dætur sínar vegna misbeitingar valds Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2018 23:00 Cho Hyun-ah þegar hún var í haldi vegna skandalsins árið 2014. Vísir/Getty Forstjóri suður kóreska flugfélagsins Korean Air hefur gefið út að dætur hans tvær muni hætta störfum hjá flugfélaginu vegna tveggja aðskildra atvika þar sem þær eru sagðar hafa misnotað stöðu sína innan fyrirtækisins. Lögreglan er með yngstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-min, til rannsóknar vegna ásakana um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Eldri systir hennar er þekkt fyrir að hafa tafið brottför flugs árið 2014 vegna hnetupoka. Var hún fangelsuð vegna málsins. Faðirinn, Cho Yang-ho, hefur sent frá yfirlýsingu þar sem hann biður kóresku þjóðina og starfsmenn sína afsökunar á framferði dætra sinna. Hann sagði dætur sínar verða sviptar allri ábyrgð innan flugfélagsins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir bæði mál dætranna hafa ratað í sviðsljós fjölmiðla í Kóreu og vakið upp umræðu um kóreskan-vinnumarkað. Þar ráða ríkjum fjölskyldufyrirtæki sem eru kölluð chaebols í Suður Kóreu. Cho Hyun-min, sem er einnig þekkt undir nafninu Emily, var varaforstjóri flugfélagsins, en hún er sögð hafa misst stjórn á skapi sínu því henni mislíkaði svar sem hún fékk á fundi. Hún neitaði að hafa skvett vatni en viðurkenndi að hafa ýtt auglýsingastjóranum. Fjöldi steig fram og krafðist þess að henni yrði vikið frá störfum. Flugfélagið var nú þegar undir miklum þrýstingi vegna elstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-ah, sem varð bálreið þegar henni voru færðar makademíuhnetur í poka en ekki á disk í flugi New York til Seoul í Suður Kóreu fyrir fjórum árum. Hún var fundin sek um að hafa ógnað flugöryggi og fyrir að misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Systurnar eru barnabörn stofnanda Hanjin Group, sem er eitt af stærstu viðskiptaveldum Suður Kóreu. Bróðir þeirra, Cho Won-tae, er einn af æðstu stjórnendum Korean Air. BBC segir lögreglu hafa leitað á skrifstofum og heimilum systkinanna síðastliðinn fimmtudag vegna ásakana um að þau hefðu komist hjá því að greiða gjöld af lúxusvarningi. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Forstjóri suður kóreska flugfélagsins Korean Air hefur gefið út að dætur hans tvær muni hætta störfum hjá flugfélaginu vegna tveggja aðskildra atvika þar sem þær eru sagðar hafa misnotað stöðu sína innan fyrirtækisins. Lögreglan er með yngstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-min, til rannsóknar vegna ásakana um að hafa skvett vatni á samstarfsfélaga sinn. Eldri systir hennar er þekkt fyrir að hafa tafið brottför flugs árið 2014 vegna hnetupoka. Var hún fangelsuð vegna málsins. Faðirinn, Cho Yang-ho, hefur sent frá yfirlýsingu þar sem hann biður kóresku þjóðina og starfsmenn sína afsökunar á framferði dætra sinna. Hann sagði dætur sínar verða sviptar allri ábyrgð innan flugfélagsins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir bæði mál dætranna hafa ratað í sviðsljós fjölmiðla í Kóreu og vakið upp umræðu um kóreskan-vinnumarkað. Þar ráða ríkjum fjölskyldufyrirtæki sem eru kölluð chaebols í Suður Kóreu. Cho Hyun-min, sem er einnig þekkt undir nafninu Emily, var varaforstjóri flugfélagsins, en hún er sögð hafa misst stjórn á skapi sínu því henni mislíkaði svar sem hún fékk á fundi. Hún neitaði að hafa skvett vatni en viðurkenndi að hafa ýtt auglýsingastjóranum. Fjöldi steig fram og krafðist þess að henni yrði vikið frá störfum. Flugfélagið var nú þegar undir miklum þrýstingi vegna elstu dóttur forstjórans, Cho Hyun-ah, sem varð bálreið þegar henni voru færðar makademíuhnetur í poka en ekki á disk í flugi New York til Seoul í Suður Kóreu fyrir fjórum árum. Hún var fundin sek um að hafa ógnað flugöryggi og fyrir að misnota vald sitt og var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. Systurnar eru barnabörn stofnanda Hanjin Group, sem er eitt af stærstu viðskiptaveldum Suður Kóreu. Bróðir þeirra, Cho Won-tae, er einn af æðstu stjórnendum Korean Air. BBC segir lögreglu hafa leitað á skrifstofum og heimilum systkinanna síðastliðinn fimmtudag vegna ásakana um að þau hefðu komist hjá því að greiða gjöld af lúxusvarningi.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira