Erlent

Nýi prinsinn kominn með nafn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessa mynd af prinsinum með foreldrum sínum birti konungsfjölskyldan á Facebook-síðu sinni þegar tilkynnt var um nafnið.
Þessa mynd af prinsinum með foreldrum sínum birti konungsfjölskyldan á Facebook-síðu sinni þegar tilkynnt var um nafnið. Kensington Palace
Nýjasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, þriðja barn þeirra Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge, hefur fengið nafn.

Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum konungsfjölskyldunnar nú fyrir stundu en nýi prinsinn heitir Louis Arthur Charles og mun vera þekktur sem hans hátign prins Louis af Cambridge.

Afi prins Louis heitir Charles, Karl Bretaprins, og heitir litli snáðinn því í höfuðið á afa sínum en einnig föður sínum, Vilhjálmi, sem heitir alls fjórum nöfnum, William Arthur Philip Louis.

Prins Louis fæddist síðastliðinn mánudag klukkan 11.01 á St Mary‘s-sjúkrahúsinu í miðborg London en eldri systkini hans tvö, prins Georg og prins Karlotta, fæddust einnig á því sjúkrahúsi 2013 og 2015.

Drengurinn er sá fimmti í erfðaröð krúnunnar á eftir afa sínum, föður og eldri systkinum sínum tveimur. Þá er hann sjötta langömmubarn Elísabetar Englandsdrottningar og eiginmanns hennar, Filipps, hertoga af Edinborg.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 




Tengdar fréttir

Prins er fæddur

Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×