Núverandi meirihluti í borginni stendur tæpt samkvæmt könnunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 10:25 Frá blaðamannafundi sumarið 2014 þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar, VG, Pírata og Bjartrar framtíðar var kynntur. vísir/vilhelm Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30
„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50