„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:16 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson eru byrjaðir í kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. vísir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var ekki sáttur við þann ársreikning Reykjavíkurborgar sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsinu í morgun. Eyþór segir að þetta líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. Hann fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eigum við ekki að segja að þetta líti vel út en þegar betur er að gáð að þá sést að það er bæði minna inni á bókinni, minna haldbært fé og skuldir borgarsjóðs eru 15 milljörðum hærri, þetta er góðæri. Nú hagnaðurinn sem er bókaður, hann er minni en söluhagnaður eigna, þannig að ef að hagnaður af eignasölunni hefði ekki verið að þá hefði verið tap í góðæri. Það er eitt með sölu eigna að maður selur eignina bara einu sinni,“ segir Eyþór.Borgarsjóður skuldugur þrátt fyrir góðæri Þegar Eyþór var spurður út í stöðu borgarsjóðs sagði hann stöðu hans vera slæma þrátt fyrir góðæri. „Borgarsjóður skuldar miklu meira en fyrir fjórum árum síðan, hann skuldaði um 60 milljarða en er nú kominn upp í 100 milljarða. Þannig að borgarsjóður er miklu skuldugri heldur en hann var þrátt fyrir að það hafi verið góðæri í landinu, þrátt fyrir að það sé verið að innleysa þarna skammtímahagnað. Það er alveg ljóst að það hafa verið lausatök í rekstrinum og mikil bjartsýni í áætlunum meirihluta að halda að góðærið haldi áfram næstu fimm árin, það er ekki verið að búa í haginn, nú ætti að vera að borga niður skuldir. Þannig að auðvitað hafa menn áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu vel rekið,“ segir Eyþór.Gefur erindi til þess að breyta um kúrs Eyþór vekur athygli á ýmsum málum sem setið hafa á hakanum í borginni. „Við sjáum nú ekki þess merki í gatnakerfinu í Reykjavík að það hafi verið ausið peningum í það og við sjáum á þessum biðlistum í leikskólana að mörg hundruð börn bíða og jafnvel 1600 samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þá er náttúrulega ljóst að það hefur ekki verið ausið peningum í þann málaflokk. Þannig að það er alveg ljóst að forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki. Ég held að þetta gefi bara erindi til þess að það verði breytt um kúrs núna í vor,“ segir Eyþór.Vilja létta byrðinni af fólki Eyþór segir að skattlagning borgarinnar hafi hækkað og að stjórnkerfið hafi stækkað. „Bæði gjaldskrá orkuveitunnar og skattlagning borgarinnar hefur hvoru tveggja hækkað alveg gríðarlega á síðustu árum og við teljum að það sé komið nóg, að það eigi að fara létta byrðunum af fólki og viljum byrja á eldri borgurum og minnka stjórnkerfið, það er það sem við höfum talað fyrir. En núna hafa menn verið dálítið í því að safna skuldum og stækka stjórnkerfið og við erum bara á því að það eigi að snúa því við,“ segir Eyþór. Eyþór segir jafnframt að þau vilji sýna gott fordæmi og fara inn í einfaldari stjórnsýslu. „Það er fyrst og fremst að minnka útgjöld og við viljum byrja í raun og veru á toppnum sjálfum, ráðhúsið og stjórnkerfið, byrja á að sýna gott fordæmi og við eigum að minnka þessa yfirbyggingu sem er og nútímavæða stjórnkerfið sem er í raun fast í 20.öldinni og fara inn í einfaldari stjórnsýslu sem þjónusta íbúana. Reykjavík hefur bara einn tilgang, Reykjavíkurborg hefur bara þann tilgang að þjónusta íbúana allt hitt skrautið á ekki að vera inni,“ segir Eyþór í lokin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var ekki sáttur við þann ársreikning Reykjavíkurborgar sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsinu í morgun. Eyþór segir að þetta líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. Hann fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eigum við ekki að segja að þetta líti vel út en þegar betur er að gáð að þá sést að það er bæði minna inni á bókinni, minna haldbært fé og skuldir borgarsjóðs eru 15 milljörðum hærri, þetta er góðæri. Nú hagnaðurinn sem er bókaður, hann er minni en söluhagnaður eigna, þannig að ef að hagnaður af eignasölunni hefði ekki verið að þá hefði verið tap í góðæri. Það er eitt með sölu eigna að maður selur eignina bara einu sinni,“ segir Eyþór.Borgarsjóður skuldugur þrátt fyrir góðæri Þegar Eyþór var spurður út í stöðu borgarsjóðs sagði hann stöðu hans vera slæma þrátt fyrir góðæri. „Borgarsjóður skuldar miklu meira en fyrir fjórum árum síðan, hann skuldaði um 60 milljarða en er nú kominn upp í 100 milljarða. Þannig að borgarsjóður er miklu skuldugri heldur en hann var þrátt fyrir að það hafi verið góðæri í landinu, þrátt fyrir að það sé verið að innleysa þarna skammtímahagnað. Það er alveg ljóst að það hafa verið lausatök í rekstrinum og mikil bjartsýni í áætlunum meirihluta að halda að góðærið haldi áfram næstu fimm árin, það er ekki verið að búa í haginn, nú ætti að vera að borga niður skuldir. Þannig að auðvitað hafa menn áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu vel rekið,“ segir Eyþór.Gefur erindi til þess að breyta um kúrs Eyþór vekur athygli á ýmsum málum sem setið hafa á hakanum í borginni. „Við sjáum nú ekki þess merki í gatnakerfinu í Reykjavík að það hafi verið ausið peningum í það og við sjáum á þessum biðlistum í leikskólana að mörg hundruð börn bíða og jafnvel 1600 samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þá er náttúrulega ljóst að það hefur ekki verið ausið peningum í þann málaflokk. Þannig að það er alveg ljóst að forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki. Ég held að þetta gefi bara erindi til þess að það verði breytt um kúrs núna í vor,“ segir Eyþór.Vilja létta byrðinni af fólki Eyþór segir að skattlagning borgarinnar hafi hækkað og að stjórnkerfið hafi stækkað. „Bæði gjaldskrá orkuveitunnar og skattlagning borgarinnar hefur hvoru tveggja hækkað alveg gríðarlega á síðustu árum og við teljum að það sé komið nóg, að það eigi að fara létta byrðunum af fólki og viljum byrja á eldri borgurum og minnka stjórnkerfið, það er það sem við höfum talað fyrir. En núna hafa menn verið dálítið í því að safna skuldum og stækka stjórnkerfið og við erum bara á því að það eigi að snúa því við,“ segir Eyþór. Eyþór segir jafnframt að þau vilji sýna gott fordæmi og fara inn í einfaldari stjórnsýslu. „Það er fyrst og fremst að minnka útgjöld og við viljum byrja í raun og veru á toppnum sjálfum, ráðhúsið og stjórnkerfið, byrja á að sýna gott fordæmi og við eigum að minnka þessa yfirbyggingu sem er og nútímavæða stjórnkerfið sem er í raun fast í 20.öldinni og fara inn í einfaldari stjórnsýslu sem þjónusta íbúana. Reykjavík hefur bara einn tilgang, Reykjavíkurborg hefur bara þann tilgang að þjónusta íbúana allt hitt skrautið á ekki að vera inni,“ segir Eyþór í lokin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?