„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:16 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson eru byrjaðir í kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. vísir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var ekki sáttur við þann ársreikning Reykjavíkurborgar sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsinu í morgun. Eyþór segir að þetta líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. Hann fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eigum við ekki að segja að þetta líti vel út en þegar betur er að gáð að þá sést að það er bæði minna inni á bókinni, minna haldbært fé og skuldir borgarsjóðs eru 15 milljörðum hærri, þetta er góðæri. Nú hagnaðurinn sem er bókaður, hann er minni en söluhagnaður eigna, þannig að ef að hagnaður af eignasölunni hefði ekki verið að þá hefði verið tap í góðæri. Það er eitt með sölu eigna að maður selur eignina bara einu sinni,“ segir Eyþór.Borgarsjóður skuldugur þrátt fyrir góðæri Þegar Eyþór var spurður út í stöðu borgarsjóðs sagði hann stöðu hans vera slæma þrátt fyrir góðæri. „Borgarsjóður skuldar miklu meira en fyrir fjórum árum síðan, hann skuldaði um 60 milljarða en er nú kominn upp í 100 milljarða. Þannig að borgarsjóður er miklu skuldugri heldur en hann var þrátt fyrir að það hafi verið góðæri í landinu, þrátt fyrir að það sé verið að innleysa þarna skammtímahagnað. Það er alveg ljóst að það hafa verið lausatök í rekstrinum og mikil bjartsýni í áætlunum meirihluta að halda að góðærið haldi áfram næstu fimm árin, það er ekki verið að búa í haginn, nú ætti að vera að borga niður skuldir. Þannig að auðvitað hafa menn áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu vel rekið,“ segir Eyþór.Gefur erindi til þess að breyta um kúrs Eyþór vekur athygli á ýmsum málum sem setið hafa á hakanum í borginni. „Við sjáum nú ekki þess merki í gatnakerfinu í Reykjavík að það hafi verið ausið peningum í það og við sjáum á þessum biðlistum í leikskólana að mörg hundruð börn bíða og jafnvel 1600 samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þá er náttúrulega ljóst að það hefur ekki verið ausið peningum í þann málaflokk. Þannig að það er alveg ljóst að forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki. Ég held að þetta gefi bara erindi til þess að það verði breytt um kúrs núna í vor,“ segir Eyþór.Vilja létta byrðinni af fólki Eyþór segir að skattlagning borgarinnar hafi hækkað og að stjórnkerfið hafi stækkað. „Bæði gjaldskrá orkuveitunnar og skattlagning borgarinnar hefur hvoru tveggja hækkað alveg gríðarlega á síðustu árum og við teljum að það sé komið nóg, að það eigi að fara létta byrðunum af fólki og viljum byrja á eldri borgurum og minnka stjórnkerfið, það er það sem við höfum talað fyrir. En núna hafa menn verið dálítið í því að safna skuldum og stækka stjórnkerfið og við erum bara á því að það eigi að snúa því við,“ segir Eyþór. Eyþór segir jafnframt að þau vilji sýna gott fordæmi og fara inn í einfaldari stjórnsýslu. „Það er fyrst og fremst að minnka útgjöld og við viljum byrja í raun og veru á toppnum sjálfum, ráðhúsið og stjórnkerfið, byrja á að sýna gott fordæmi og við eigum að minnka þessa yfirbyggingu sem er og nútímavæða stjórnkerfið sem er í raun fast í 20.öldinni og fara inn í einfaldari stjórnsýslu sem þjónusta íbúana. Reykjavík hefur bara einn tilgang, Reykjavíkurborg hefur bara þann tilgang að þjónusta íbúana allt hitt skrautið á ekki að vera inni,“ segir Eyþór í lokin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var ekki sáttur við þann ársreikning Reykjavíkurborgar sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsinu í morgun. Eyþór segir að þetta líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. Hann fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eigum við ekki að segja að þetta líti vel út en þegar betur er að gáð að þá sést að það er bæði minna inni á bókinni, minna haldbært fé og skuldir borgarsjóðs eru 15 milljörðum hærri, þetta er góðæri. Nú hagnaðurinn sem er bókaður, hann er minni en söluhagnaður eigna, þannig að ef að hagnaður af eignasölunni hefði ekki verið að þá hefði verið tap í góðæri. Það er eitt með sölu eigna að maður selur eignina bara einu sinni,“ segir Eyþór.Borgarsjóður skuldugur þrátt fyrir góðæri Þegar Eyþór var spurður út í stöðu borgarsjóðs sagði hann stöðu hans vera slæma þrátt fyrir góðæri. „Borgarsjóður skuldar miklu meira en fyrir fjórum árum síðan, hann skuldaði um 60 milljarða en er nú kominn upp í 100 milljarða. Þannig að borgarsjóður er miklu skuldugri heldur en hann var þrátt fyrir að það hafi verið góðæri í landinu, þrátt fyrir að það sé verið að innleysa þarna skammtímahagnað. Það er alveg ljóst að það hafa verið lausatök í rekstrinum og mikil bjartsýni í áætlunum meirihluta að halda að góðærið haldi áfram næstu fimm árin, það er ekki verið að búa í haginn, nú ætti að vera að borga niður skuldir. Þannig að auðvitað hafa menn áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu vel rekið,“ segir Eyþór.Gefur erindi til þess að breyta um kúrs Eyþór vekur athygli á ýmsum málum sem setið hafa á hakanum í borginni. „Við sjáum nú ekki þess merki í gatnakerfinu í Reykjavík að það hafi verið ausið peningum í það og við sjáum á þessum biðlistum í leikskólana að mörg hundruð börn bíða og jafnvel 1600 samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þá er náttúrulega ljóst að það hefur ekki verið ausið peningum í þann málaflokk. Þannig að það er alveg ljóst að forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki. Ég held að þetta gefi bara erindi til þess að það verði breytt um kúrs núna í vor,“ segir Eyþór.Vilja létta byrðinni af fólki Eyþór segir að skattlagning borgarinnar hafi hækkað og að stjórnkerfið hafi stækkað. „Bæði gjaldskrá orkuveitunnar og skattlagning borgarinnar hefur hvoru tveggja hækkað alveg gríðarlega á síðustu árum og við teljum að það sé komið nóg, að það eigi að fara létta byrðunum af fólki og viljum byrja á eldri borgurum og minnka stjórnkerfið, það er það sem við höfum talað fyrir. En núna hafa menn verið dálítið í því að safna skuldum og stækka stjórnkerfið og við erum bara á því að það eigi að snúa því við,“ segir Eyþór. Eyþór segir jafnframt að þau vilji sýna gott fordæmi og fara inn í einfaldari stjórnsýslu. „Það er fyrst og fremst að minnka útgjöld og við viljum byrja í raun og veru á toppnum sjálfum, ráðhúsið og stjórnkerfið, byrja á að sýna gott fordæmi og við eigum að minnka þessa yfirbyggingu sem er og nútímavæða stjórnkerfið sem er í raun fast í 20.öldinni og fara inn í einfaldari stjórnsýslu sem þjónusta íbúana. Reykjavík hefur bara einn tilgang, Reykjavíkurborg hefur bara þann tilgang að þjónusta íbúana allt hitt skrautið á ekki að vera inni,“ segir Eyþór í lokin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50