„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:16 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson eru byrjaðir í kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. vísir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var ekki sáttur við þann ársreikning Reykjavíkurborgar sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsinu í morgun. Eyþór segir að þetta líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. Hann fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eigum við ekki að segja að þetta líti vel út en þegar betur er að gáð að þá sést að það er bæði minna inni á bókinni, minna haldbært fé og skuldir borgarsjóðs eru 15 milljörðum hærri, þetta er góðæri. Nú hagnaðurinn sem er bókaður, hann er minni en söluhagnaður eigna, þannig að ef að hagnaður af eignasölunni hefði ekki verið að þá hefði verið tap í góðæri. Það er eitt með sölu eigna að maður selur eignina bara einu sinni,“ segir Eyþór.Borgarsjóður skuldugur þrátt fyrir góðæri Þegar Eyþór var spurður út í stöðu borgarsjóðs sagði hann stöðu hans vera slæma þrátt fyrir góðæri. „Borgarsjóður skuldar miklu meira en fyrir fjórum árum síðan, hann skuldaði um 60 milljarða en er nú kominn upp í 100 milljarða. Þannig að borgarsjóður er miklu skuldugri heldur en hann var þrátt fyrir að það hafi verið góðæri í landinu, þrátt fyrir að það sé verið að innleysa þarna skammtímahagnað. Það er alveg ljóst að það hafa verið lausatök í rekstrinum og mikil bjartsýni í áætlunum meirihluta að halda að góðærið haldi áfram næstu fimm árin, það er ekki verið að búa í haginn, nú ætti að vera að borga niður skuldir. Þannig að auðvitað hafa menn áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu vel rekið,“ segir Eyþór.Gefur erindi til þess að breyta um kúrs Eyþór vekur athygli á ýmsum málum sem setið hafa á hakanum í borginni. „Við sjáum nú ekki þess merki í gatnakerfinu í Reykjavík að það hafi verið ausið peningum í það og við sjáum á þessum biðlistum í leikskólana að mörg hundruð börn bíða og jafnvel 1600 samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þá er náttúrulega ljóst að það hefur ekki verið ausið peningum í þann málaflokk. Þannig að það er alveg ljóst að forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki. Ég held að þetta gefi bara erindi til þess að það verði breytt um kúrs núna í vor,“ segir Eyþór.Vilja létta byrðinni af fólki Eyþór segir að skattlagning borgarinnar hafi hækkað og að stjórnkerfið hafi stækkað. „Bæði gjaldskrá orkuveitunnar og skattlagning borgarinnar hefur hvoru tveggja hækkað alveg gríðarlega á síðustu árum og við teljum að það sé komið nóg, að það eigi að fara létta byrðunum af fólki og viljum byrja á eldri borgurum og minnka stjórnkerfið, það er það sem við höfum talað fyrir. En núna hafa menn verið dálítið í því að safna skuldum og stækka stjórnkerfið og við erum bara á því að það eigi að snúa því við,“ segir Eyþór. Eyþór segir jafnframt að þau vilji sýna gott fordæmi og fara inn í einfaldari stjórnsýslu. „Það er fyrst og fremst að minnka útgjöld og við viljum byrja í raun og veru á toppnum sjálfum, ráðhúsið og stjórnkerfið, byrja á að sýna gott fordæmi og við eigum að minnka þessa yfirbyggingu sem er og nútímavæða stjórnkerfið sem er í raun fast í 20.öldinni og fara inn í einfaldari stjórnsýslu sem þjónusta íbúana. Reykjavík hefur bara einn tilgang, Reykjavíkurborg hefur bara þann tilgang að þjónusta íbúana allt hitt skrautið á ekki að vera inni,“ segir Eyþór í lokin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var ekki sáttur við þann ársreikning Reykjavíkurborgar sem að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsinu í morgun. Eyþór segir að þetta líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. Hann fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eigum við ekki að segja að þetta líti vel út en þegar betur er að gáð að þá sést að það er bæði minna inni á bókinni, minna haldbært fé og skuldir borgarsjóðs eru 15 milljörðum hærri, þetta er góðæri. Nú hagnaðurinn sem er bókaður, hann er minni en söluhagnaður eigna, þannig að ef að hagnaður af eignasölunni hefði ekki verið að þá hefði verið tap í góðæri. Það er eitt með sölu eigna að maður selur eignina bara einu sinni,“ segir Eyþór.Borgarsjóður skuldugur þrátt fyrir góðæri Þegar Eyþór var spurður út í stöðu borgarsjóðs sagði hann stöðu hans vera slæma þrátt fyrir góðæri. „Borgarsjóður skuldar miklu meira en fyrir fjórum árum síðan, hann skuldaði um 60 milljarða en er nú kominn upp í 100 milljarða. Þannig að borgarsjóður er miklu skuldugri heldur en hann var þrátt fyrir að það hafi verið góðæri í landinu, þrátt fyrir að það sé verið að innleysa þarna skammtímahagnað. Það er alveg ljóst að það hafa verið lausatök í rekstrinum og mikil bjartsýni í áætlunum meirihluta að halda að góðærið haldi áfram næstu fimm árin, það er ekki verið að búa í haginn, nú ætti að vera að borga niður skuldir. Þannig að auðvitað hafa menn áhyggjur af því að þetta sé ekki nógu vel rekið,“ segir Eyþór.Gefur erindi til þess að breyta um kúrs Eyþór vekur athygli á ýmsum málum sem setið hafa á hakanum í borginni. „Við sjáum nú ekki þess merki í gatnakerfinu í Reykjavík að það hafi verið ausið peningum í það og við sjáum á þessum biðlistum í leikskólana að mörg hundruð börn bíða og jafnvel 1600 samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þá er náttúrulega ljóst að það hefur ekki verið ausið peningum í þann málaflokk. Þannig að það er alveg ljóst að forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki. Ég held að þetta gefi bara erindi til þess að það verði breytt um kúrs núna í vor,“ segir Eyþór.Vilja létta byrðinni af fólki Eyþór segir að skattlagning borgarinnar hafi hækkað og að stjórnkerfið hafi stækkað. „Bæði gjaldskrá orkuveitunnar og skattlagning borgarinnar hefur hvoru tveggja hækkað alveg gríðarlega á síðustu árum og við teljum að það sé komið nóg, að það eigi að fara létta byrðunum af fólki og viljum byrja á eldri borgurum og minnka stjórnkerfið, það er það sem við höfum talað fyrir. En núna hafa menn verið dálítið í því að safna skuldum og stækka stjórnkerfið og við erum bara á því að það eigi að snúa því við,“ segir Eyþór. Eyþór segir jafnframt að þau vilji sýna gott fordæmi og fara inn í einfaldari stjórnsýslu. „Það er fyrst og fremst að minnka útgjöld og við viljum byrja í raun og veru á toppnum sjálfum, ráðhúsið og stjórnkerfið, byrja á að sýna gott fordæmi og við eigum að minnka þessa yfirbyggingu sem er og nútímavæða stjórnkerfið sem er í raun fast í 20.öldinni og fara inn í einfaldari stjórnsýslu sem þjónusta íbúana. Reykjavík hefur bara einn tilgang, Reykjavíkurborg hefur bara þann tilgang að þjónusta íbúana allt hitt skrautið á ekki að vera inni,“ segir Eyþór í lokin. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. 25. apríl 2018 13:30
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50