Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:30 Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50