Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:30 Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50