Undirstrikar að framboð á vændi er verulegt og heldur áfram að aukast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:36 Snorri Birgisson er lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fer fyrir mansalsteymi hennar. Vísir/Anton Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi. Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi.
Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52