Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 18:10 Ríkisstjórnin á tröppunum á Bessastöðum í nóvember á síðasta ári. VÍSIR/ERNIR Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26.febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar.Ámælisvert framferði „Samkvæmt fréttaflutningi Stundarinnar sem birtist í morgun hafa ráðherrar ríkisstjórnar Íslands hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði. Ef þær fréttir sem birtust í morgun reynist réttar hefur Bragi Guðbrandsson í starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu beitt sér í trássi við lög, til að þvinga Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar, sem hafði forræði á viðkomandi máli, til að verða að kröfum kunningja síns, föður hins grunaða. Slíkt framferði er ámælisvert og munu þingmenn Pírata beita sér fyrir áframhaldandi rannsókn á því hvort Bragi Guðbrandsson hafi framið lögbrot með aðgerðum sínum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Pírötum. „Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hóf frumkvæðisrannsókn á málinu í janúar og hefur velferðarnefnd Alþingis fengið gögn málsins. Fullyrt er að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Í stað þess hafi hann sagt ósatt í pontu Alþingis þann 26. febrúar sl. þegar hann svaraði fyrirspurn Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar, á þá leið að „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti.““ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ sagði meðal annars í tilkynningu Halldóru fyrr í dag. Í tilkynningu Pírata er sagt að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Fundurinn hjá velferðarnefnd fer fram mánudaginn 30. apríl. Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26.febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar.Ámælisvert framferði „Samkvæmt fréttaflutningi Stundarinnar sem birtist í morgun hafa ráðherrar ríkisstjórnar Íslands hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði. Ef þær fréttir sem birtust í morgun reynist réttar hefur Bragi Guðbrandsson í starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu beitt sér í trássi við lög, til að þvinga Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar, sem hafði forræði á viðkomandi máli, til að verða að kröfum kunningja síns, föður hins grunaða. Slíkt framferði er ámælisvert og munu þingmenn Pírata beita sér fyrir áframhaldandi rannsókn á því hvort Bragi Guðbrandsson hafi framið lögbrot með aðgerðum sínum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Pírötum. „Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hóf frumkvæðisrannsókn á málinu í janúar og hefur velferðarnefnd Alþingis fengið gögn málsins. Fullyrt er að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Í stað þess hafi hann sagt ósatt í pontu Alþingis þann 26. febrúar sl. þegar hann svaraði fyrirspurn Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar, á þá leið að „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti.““ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ sagði meðal annars í tilkynningu Halldóru fyrr í dag. Í tilkynningu Pírata er sagt að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Fundurinn hjá velferðarnefnd fer fram mánudaginn 30. apríl.
Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38