Tugþúsundir fermetra af þjónustu og atvinnuhúsnæði á teikniborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 20:00 Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Mikil uppbygging á alls kyns atvinnuhúsnæði allt frá veitingastöðum upp í iðnaðarstarfsemi er framundan í Reykjavík á næstu árum. Tugþúsundir fermetra munu rísa inn í grónari hverfum sem og í úthverfum. Eitt þeirra svæða sem mun taka algjörum stakkaskiptum er í Kringlunni, þar sem mikil aukning verður á þjónustustarfsemi og byggðar verða um 800 íbúðir. Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Verkefnin eru fjölmörg og ólík allt frá íbúðarhúsnæði og hótelum með alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum til heilu iðnaðarlóðanna fyrir alls kyns framleiðslustarfsemi. En einar mestu byggingarframkvæmdir sem framundan eru í Reykjavík eru auðvitað nýbyggingarnar við Landsspítalann. Á líkani sem sýnt er í Tjarnarsal ráðhússins má m.a. sjá meðferðarkjarnann í fjórum byggingum sem hafist verður handa við að byggja strax á þessu ári. En þegar uppbyggingunni á Landspítala lóðinni er lokið, hefur þessi hluti borgarinnar tekið gífurlegum breytingum. Kringlusvæðið er eitt þeirra svæða sem mun taka miklum stakkaskiptum á næstu tíu til tólf árum. Halldóra Kristín Bragadóttir arkitekt hjá Kanon arkitektum fór yfir áætlanirnar en þar stendur til að byggja mikið á um þrettán hekturum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Listabraut og Kringlunni sjálfri. Meðal annars mun Kringlan töluvert og leita út á við með starfsemi sína.Þessi byggð sem er að rísa hérna, þetta verður ekki allt atvinnuhúsnæði eða hvað? „Nei þetta er blönduð byggð. Það verður atvinnuhúsnæði á götuhæðunum til að efla og göfga mannlífið og síðan verða íbúðir á efri hæðum,“ segir Halldóra Kristín. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist inna tveggja til þriggja ára og svæðið byggist upp í áföngum allt til ársins 2030. Hvað heldur þú þegar upp er staðið að verði margar íbúðir á þessu svæði? „Við erum að tala um að þetta gæti orðið þess vegan ríflega 800 íbúðir,“ segir Halldóra Kristín. Sem styrki atvinnuhúsnæðið og auki nýtingu á svæðinu, eins og bílastæðum og öðrum umferðamannvirkjum. „Og náttúrlega gott að fá þessa innspýtingu fólks sem getur komist hingað gangandi og hjólandi. Eflir viðskipti og þjónustu. Ýtir undir fjölbreyttan samgöngumáta, borgarlínuna sem er fyrirhuguð og þar fram eftir götunum,“ segir Halldóra Kristín Bragadóttir. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Mikil uppbygging á alls kyns atvinnuhúsnæði allt frá veitingastöðum upp í iðnaðarstarfsemi er framundan í Reykjavík á næstu árum. Tugþúsundir fermetra munu rísa inn í grónari hverfum sem og í úthverfum. Eitt þeirra svæða sem mun taka algjörum stakkaskiptum er í Kringlunni, þar sem mikil aukning verður á þjónustustarfsemi og byggðar verða um 800 íbúðir. Í morgun fór fram kynning á uppbyggingu á atvinnu og þjónustuhúsnæði sem framundan er í Reykjavík á næstu árum. Verkefnin eru fjölmörg og ólík allt frá íbúðarhúsnæði og hótelum með alls kyns þjónustustarfsemi á jarðhæðum til heilu iðnaðarlóðanna fyrir alls kyns framleiðslustarfsemi. En einar mestu byggingarframkvæmdir sem framundan eru í Reykjavík eru auðvitað nýbyggingarnar við Landsspítalann. Á líkani sem sýnt er í Tjarnarsal ráðhússins má m.a. sjá meðferðarkjarnann í fjórum byggingum sem hafist verður handa við að byggja strax á þessu ári. En þegar uppbyggingunni á Landspítala lóðinni er lokið, hefur þessi hluti borgarinnar tekið gífurlegum breytingum. Kringlusvæðið er eitt þeirra svæða sem mun taka miklum stakkaskiptum á næstu tíu til tólf árum. Halldóra Kristín Bragadóttir arkitekt hjá Kanon arkitektum fór yfir áætlanirnar en þar stendur til að byggja mikið á um þrettán hekturum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Listabraut og Kringlunni sjálfri. Meðal annars mun Kringlan töluvert og leita út á við með starfsemi sína.Þessi byggð sem er að rísa hérna, þetta verður ekki allt atvinnuhúsnæði eða hvað? „Nei þetta er blönduð byggð. Það verður atvinnuhúsnæði á götuhæðunum til að efla og göfga mannlífið og síðan verða íbúðir á efri hæðum,“ segir Halldóra Kristín. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist inna tveggja til þriggja ára og svæðið byggist upp í áföngum allt til ársins 2030. Hvað heldur þú þegar upp er staðið að verði margar íbúðir á þessu svæði? „Við erum að tala um að þetta gæti orðið þess vegan ríflega 800 íbúðir,“ segir Halldóra Kristín. Sem styrki atvinnuhúsnæðið og auki nýtingu á svæðinu, eins og bílastæðum og öðrum umferðamannvirkjum. „Og náttúrlega gott að fá þessa innspýtingu fólks sem getur komist hingað gangandi og hjólandi. Eflir viðskipti og þjónustu. Ýtir undir fjölbreyttan samgöngumáta, borgarlínuna sem er fyrirhuguð og þar fram eftir götunum,“ segir Halldóra Kristín Bragadóttir.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira