Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 19:05 Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins.
Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00
Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43
Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59