Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 19:05 Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. Þá er fyrirséð að sængurkonur gætu þurft að liggja á göngum og setustofum spítalans þar sem deildin er að fyllast. Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura var virkjuð í morgun. Ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur hefur ekki verið endurnýjaður. Þetta hefur skapað mikinn vanda á Landspítalanum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, en hún segir það að hafa viðbragðsáætlun virka ekki duga til lengdar. „Miðað við þær konur sem eru í fæðingu, að deildin á eftir að fyllast á næstu klukkustundum og þá væntanlega sjáum við yfirlagnir á deildinni, gangalagnir,“ segir Sigríður. Það er nokkuð sem ekki hefur sést áður á mæðra- og sængurkvennadeild að sögn Sigríðar. „Það þýðir að við erum með fleiri konur inni liggjandi, og börn inni á deildinni heldur en að eru rými fyrir þannig að við þurfum væntanlega að nota setustofur og önnur rými til þess að tryggja þeim pláss.“ Kveðst hún þó vona að ekki komi til þessa, en eins og staðan var þegar fréttastofa ræddi við Sigríði síðdegis, sé það líklegra en ekki. „En hins vegar náttúrlega er líka að gerast það sem að við höfðum séð fyrir að það er hluti kvennanna og barnanna sem að ekki er hægt að útskrifa vegna þess að heimaþjónustan er ekki til staðar,“ segir Sigríður. Þá hefur nokkuð borið á því að konur sem hafi verið útskrifaðar hafi þurft að snúa aftur til að þiggja þjónustu sem annars hefði verið hægt að sinna í heimahúsum. Þess má geta að fundur stendur nú yfir milli fulltrúa ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins.
Tengdar fréttir Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43 Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00
Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 19:43
Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru "algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. 26. apríl 2018 04:59