Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:43 Vísir/Getty Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“ Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Sjá meira