Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:43 Vísir/Getty Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira