Innlent

Íslenski NATO-fundarhamarinn fannst í flutningum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Jens Stoltenberg lauk síðasta fundi NATO í gömlu höfuðstöðvunum með að slá hamrinum í borðið.
Jens Stoltenberg lauk síðasta fundi NATO í gömlu höfuðstöðvunum með að slá hamrinum í borðið. Vísir/AFP
Hamar sem Ísland gaf NATO árið 1963 og var notaður á sérstökum fundum bandalagsins fannst á dögunum eftir að hafa verið týndur í áratugi. Hamarinn var hannaður af myndlistarmanninum Ásmundi Sveinssyni. NRK segir frá.

Fundarhamarinn fannst þegar það var verið að pakka niður vegna flutninga höfuðstöðva NATO. Jens Stoltenberg lauk fundi utanríkisráðherra bandalagsins í gær á því að slá hamrinum í borðið í hinsta sinn í gömlu höfuðstöðvunum. Þá vísaði hann í sögu hamarsins.

NATO hefur verið í sömu höfuðstöðvunum frá árinu 1967 en hamarinn verður tekinn með í þær nýju sem eru við sömu götu. Stoltenberg flytur skrifstofu sína í næstu viku og er fyrsti dagur hans þar 7. maí. Fyrsti fundurinn í nýjum húsakynnum fer fram 8. maí og má gera ráð fyrir að hamarinn verði notaður á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×