Fótbolti

Arnór lagði upp mark Norrköping

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skagamaðurinn lagði upp mark Norrköping í dag.
Skagamaðurinn lagði upp mark Norrköping í dag. vísir/twitter-síða Norrköping
Arnór Sigurðsson lagði upp eina mark IFK Norrköping í 2-1 tapi gegn Trelleborgs í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þessi ungi Skagamaður kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik og lagði upp markið fyrir Kalle Holmberg sem minnkaði muninn í 2-1 á 62. mínútu.

Nær komust þeir ekki. Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson spiluðu allan leikinn fyrir Norrköping en Norrköping með tíu stig eftir sex leiki í þriðja sætinu.

Óttar Magnús Karlsson byrjaði sem fremsti maður hjá Trelleborg en var skipt af velli í síðari hálfleik.

Arnór Ingi Traustason spilaði í 79 mínútur er Malmö var skellt af Kalmarr, 3-0, í sömu deild. Gengi Malmö hefur verið vonbrigði en liðið hefur einungis unnið tvo af fyrstu sex leikjunum og eru með átta stig í tíunda sæti.

Arnór Smárason nældi sér í gult spjald er Hammarby vann 2-1 sigur á Djurgarden. Arnór kom inná sem varamaður á 57. mínútu en Hammarby er á toppnum með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×