Dansararnir syngja og söngvararnir dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 08:00 Melkorka Sigríður, höfundur Vakúm og söngvararnir Auðunn og Gunnar umvafin álteppunum sem þau nota í sýningunni. Vísir/Sigtryggur Hvernig byrjaði allt? Af hverju erum við svona – en ekki öðruvísi? Hvernig var fyrsta orðið, fyrsta setningin, fyrsti hláturinn, fyrsta skrefið, hvernig varð fyrsta stríðið? Þetta eru spurningar sem poppóperan Vakúm snýst um. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er höfundurinn. „Vakúm er dans- og poppópera um tómið og hvað getur orðið til úr engu. Flókið verk að búa til, margir spottar að hnýta en þeim mun meiri tilhlökkun að sýna,“ segir hún. Brátt er biðin eftir því á enda því frumsýningin er á morgun, fimmtudag, í Tjarnarbíói og hefst klukkan 20.30. Vakúm er flutt af dönsurunum Ásgeiri Helga Magnússyni og Elísu Lind Finnbogadóttur og söngvurunum Gunnari Ragnarssyni úr Grísalappalísu og Auðuni Lútherssyni úr hljómsveitinni Auði. Melkorka segir skilin milli hlutverka listafólksins afmáð. „Dansararnir syngja líka, þeir hafa verið á söngæfingum hjá Gunna og Auðuni og Gunnar og Auðunn hafa verið í stífum dansæfingum, Gunni er búinn að missa nokkur kíló á þeim! Það ganga allir í allt.“ „Já, við erum mjög þverfagleg,“ segir Gunnar glaðlega. „Og það verður að koma fram að Vakúm er líka mikið stuðverk. Eiginlega flugeldasýning.“ Melkorka segir meðgöngutíma verksins hafa verið um tvö ár.Dansararnir einbeittir á sviðinu í Tjarnarbíói.„Ég var ekki með línulega frásögn í byrjun og fyrir mér sem dansara er það eðlilegt. Maður þarf bara eina hugmynd og fer svo eins langt inn í hana og maður getur og víkkar hana út. Ferlið var þannig að ég byrjaði að vinna með mömmu, Auði Övu rithöfundi, gaf henni fræ, hún vann texta úr þeim og ég fór með þá til Árna Rúnars sem sér um tónlistina.“ Melkorka kveðst einnig hafa haft listræna stjórnendur með sér. „Fræin sem út úr samstarfinu komu féllu í góðan jarðveg hjá dönsurum og söngvurum og heilmikill spuni tók við. Það er hægt að leika sér mikið með 150 álteppi sem taka ekki á sig form fyrr en við búum þau til en við erum samt trú textanum. Fyrst er forleikur, svo Miklihvellur, fæðing, sambönd, eða sambandsleysi, eyðing, stríð og út úr því verður annað upphaf svo allt er hringrás, vissulega.“ Gunnar tekur við og lýsir sinni hlið. „Ljóðin hennar Auðar Övu eru akkerið. Ég byrjaði að vinna út frá þeim. Söng þau við tónlistina hans Árna í FM Belfast. Samt eru þau ekki söngtextar í hefðbundnum skilningi en hljómsveitin mín er ljóða- og pönksveit svo fyrir mig var það ekki framandi. Þegar maður er svo kominn inn í senur í verkinu er maður bara í einhverju ævintýri og reynir að vera trúr sjálfum sér og túlka hvernig manni líður á þeim stað. Þetta er búið að vera mjög gaman, alls konar rytmi.“ „Við erum með skýra línu í Vakúm en það skemmtilega við dansverk er að hver og einn getur túlkað þau á sinn hátt,“ segir Melkorka. „Ég held að fólk vilji ekkert endilega dansverk með tilgangi og skýringum en þetta verk er hægt að ræða eftir á og það er líka hægt að njóta þess sem tónleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Hvernig byrjaði allt? Af hverju erum við svona – en ekki öðruvísi? Hvernig var fyrsta orðið, fyrsta setningin, fyrsti hláturinn, fyrsta skrefið, hvernig varð fyrsta stríðið? Þetta eru spurningar sem poppóperan Vakúm snýst um. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er höfundurinn. „Vakúm er dans- og poppópera um tómið og hvað getur orðið til úr engu. Flókið verk að búa til, margir spottar að hnýta en þeim mun meiri tilhlökkun að sýna,“ segir hún. Brátt er biðin eftir því á enda því frumsýningin er á morgun, fimmtudag, í Tjarnarbíói og hefst klukkan 20.30. Vakúm er flutt af dönsurunum Ásgeiri Helga Magnússyni og Elísu Lind Finnbogadóttur og söngvurunum Gunnari Ragnarssyni úr Grísalappalísu og Auðuni Lútherssyni úr hljómsveitinni Auði. Melkorka segir skilin milli hlutverka listafólksins afmáð. „Dansararnir syngja líka, þeir hafa verið á söngæfingum hjá Gunna og Auðuni og Gunnar og Auðunn hafa verið í stífum dansæfingum, Gunni er búinn að missa nokkur kíló á þeim! Það ganga allir í allt.“ „Já, við erum mjög þverfagleg,“ segir Gunnar glaðlega. „Og það verður að koma fram að Vakúm er líka mikið stuðverk. Eiginlega flugeldasýning.“ Melkorka segir meðgöngutíma verksins hafa verið um tvö ár.Dansararnir einbeittir á sviðinu í Tjarnarbíói.„Ég var ekki með línulega frásögn í byrjun og fyrir mér sem dansara er það eðlilegt. Maður þarf bara eina hugmynd og fer svo eins langt inn í hana og maður getur og víkkar hana út. Ferlið var þannig að ég byrjaði að vinna með mömmu, Auði Övu rithöfundi, gaf henni fræ, hún vann texta úr þeim og ég fór með þá til Árna Rúnars sem sér um tónlistina.“ Melkorka kveðst einnig hafa haft listræna stjórnendur með sér. „Fræin sem út úr samstarfinu komu féllu í góðan jarðveg hjá dönsurum og söngvurum og heilmikill spuni tók við. Það er hægt að leika sér mikið með 150 álteppi sem taka ekki á sig form fyrr en við búum þau til en við erum samt trú textanum. Fyrst er forleikur, svo Miklihvellur, fæðing, sambönd, eða sambandsleysi, eyðing, stríð og út úr því verður annað upphaf svo allt er hringrás, vissulega.“ Gunnar tekur við og lýsir sinni hlið. „Ljóðin hennar Auðar Övu eru akkerið. Ég byrjaði að vinna út frá þeim. Söng þau við tónlistina hans Árna í FM Belfast. Samt eru þau ekki söngtextar í hefðbundnum skilningi en hljómsveitin mín er ljóða- og pönksveit svo fyrir mig var það ekki framandi. Þegar maður er svo kominn inn í senur í verkinu er maður bara í einhverju ævintýri og reynir að vera trúr sjálfum sér og túlka hvernig manni líður á þeim stað. Þetta er búið að vera mjög gaman, alls konar rytmi.“ „Við erum með skýra línu í Vakúm en það skemmtilega við dansverk er að hver og einn getur túlkað þau á sinn hátt,“ segir Melkorka. „Ég held að fólk vilji ekkert endilega dansverk með tilgangi og skýringum en þetta verk er hægt að ræða eftir á og það er líka hægt að njóta þess sem tónleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira