Fótbolti

UEFA kærir Guardiola og Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep lætur hér dómarann heyra það í hálfleik. Það var ekki skynsamlega gert.
Pep lætur hér dómarann heyra það í hálfleik. Það var ekki skynsamlega gert. vísir/getty
Leikur Man. City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu hefur dregið dilk á eftir sér.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nefnilega kært Pep Guardiola, stjóra City, sem og Liverpool.

Guardiola er kærður fyrir óviðeigandi hegðun en honum var hent upp í stúku í hálfleik fyrir kjaftbrúk við dómarann. Hann var mjög ósáttur við að löglegt mark hefði verið tekið af City í fyrri hálfleik. Guardiola er einnig kærður fyrir að setja sig í samband við varamannabekk City í síðari hálfleik.

Stuðningsmenn Liverpool kveiktu á blysum og köstuðu alls konar drasli í stuðningsmenn inn á vellinum. Hvoru tveggja er bannað og félagið er því kært vegna hegðunar stuðningsmannanna.

Liverpool vann leikinn, 1-2, og er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×