Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ítarlega verður fjallað um loftárásir Bandaríkjamana, Frakka og Breta í Sýrlandi í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá, á Vísi og á Bylgjunni. 

Fjallað verður um viðbrögð erlendra og innlendra stjórnvalda og rætt við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing sem segir árásirnar í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé hafið. 

Einnig verður fjallað um kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borginni sem kynnt voru í morgun og kíkt á fund hjá nýju kvennaframboði. 

Þar að auki er ný Boeing 737 max flugvél sem Icelandair tók formlega í notkun í dag skoðuð, litið við á leik FC Sækó með Eiði Smára Guðjohnsen í fararbroddi á móti FC Kreisí með frambjóðendum í borginni í fararbroddi og risastórt teiknimyndavélmenni í Japan kynnt til sögunnar.

Allt þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×