Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og lið hans, Randers, tapaði 3-0 fyrir Odense í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Öll þrjú mörk leiksins komu á sex mínútna kafla, sitt hvorum megin við hálfleikinn.
Eftir tapið er Randers 3. sæti af fjórum liðum í fallbarátturiðli dönsku úrvalsdeildarinnar, en tvö neðstu liðin í riðlinum fara í umspil um áframhaldandi veru í deildinni.
Það er ljóst að Randers mun ekki geta bjargað sér þaðan. Liðið er 14 stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir af riðlakeppninni. Odense náðu hins vegar að tryggja sér sæti í deildinni með sigrinum í dag.
Hannes fékk á sig þrjú mörk í tapi Randers
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn