Fótbolti

Zlatan: Miklar líkur á að ég spili á HM

Einar Sigurvinsson skrifar
Zlatan Ibrahimović.
Zlatan Ibrahimović. Getty

„Líkurnar á því að ég spili á heimsmeistaramótinu eru himinháar,“ sagði Zlatan Ibrahimović á Twitter síðu sinni í dag.


Zlatan Ibrahimović ákvað að hætta að gefa kost á sér með sænska landsliðinu árið 2016 en hann hefur leikið 116 landsleiki fyrir Svíþjóð og skorað 62 mörk. Nú virðist sem hann hafi ákveðið að bjóða aftur fram krafta sínu fyrir landsliðið.

Zlatan gekk fyrir skömmu til liðs við LA Galaxy sem leikur í bandarísku MLS-deildinni. Hann byrjað vel með liðinu og skorað þrjú mörk úr þremur leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.