Fótbolti

PSV meistarar í Hollandi

Einar Sigurvinsson skrifar
Joshua Brenet fagnar með stuðningsmönnum PSV í dag.
Joshua Brenet fagnar með stuðningsmönnum PSV í dag.
PSV varð í dag hollenskur meistari þegar liðið hafði betur gegn erkifjendum sínum í Ajax. Leikurinn fór fram Philips vellinum, heimavelli PSV og lauk með 3-0 sigri. Albert Guðmundsson var á varamannabekknum hjá PSV og kom ekkert við sögu.

Það var strax á 23. mínútu leiksins sem Gaston Pereiro. Skömmu fyrir háfleik bætti síðan Luuk de Jong við öðru marka PSV og staðan orðin góð fyrir heimamenn.

Það var síðan snemma í seinni hálfleik sem Steven Bergwijn innsiglaði stigin þrjú fyrir PSV og tryggði þeim um leið meistaratitilinn.

Með sigrinum er ljóst að ekkert lið getur náð PSV að stigum þó enn eigi eftir að leika þjár umferðir í hollensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×