Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 20:36 Myndin er tekin rétt áður en fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst klukkan 20 í kvöld. Vísir/Egill Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. Embættismenn frá ráðuneytinu auk nefndarmanna voru mættir þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði en boðað var til fundarins vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði fyrir fundinn á áttunda tímanum í kvöld að afstaða íslenskra yfirvalda til árásanna væri mjög misvísandi. Því væri brýnt að utanríkisráðherra geri betur grein fyrir afstöðu stjórnvalda í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kvaðst fyrir fundinn munu upplýsa nefndina eftir bestu getu. Þá sagði hann afstöðu Íslendinga í samræmi við nágrannalönd og þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar, er ráðgert að fundurinn standi yfir í um klukkustund. Nokkurs misræmi þykir hafa gætt í viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við loftárásum vesturveldanna. Utanríkisráðherra sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða eftir efnavopaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa gert á bæinn Douma um síðustu helgi. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu. Sýrland Tengdar fréttir Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. 15. apríl 2018 18:56 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. Embættismenn frá ráðuneytinu auk nefndarmanna voru mættir þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði en boðað var til fundarins vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði fyrir fundinn á áttunda tímanum í kvöld að afstaða íslenskra yfirvalda til árásanna væri mjög misvísandi. Því væri brýnt að utanríkisráðherra geri betur grein fyrir afstöðu stjórnvalda í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kvaðst fyrir fundinn munu upplýsa nefndina eftir bestu getu. Þá sagði hann afstöðu Íslendinga í samræmi við nágrannalönd og þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar, er ráðgert að fundurinn standi yfir í um klukkustund. Nokkurs misræmi þykir hafa gætt í viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við loftárásum vesturveldanna. Utanríkisráðherra sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða eftir efnavopaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa gert á bæinn Douma um síðustu helgi. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu.
Sýrland Tengdar fréttir Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. 15. apríl 2018 18:56 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. 15. apríl 2018 18:56
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25