Innlent

Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA
Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins.

Með kröfunni lætur Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem voru ekki meðal þeirra umsækjenda um dómarastöðu sem dómnefnd taldi hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Hæstiréttur hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að skipun umræddra dómara hafi verið ólögmæt en ekki hefur verið skorið úr um hvort hún veldur því að dómar sem umræddir dómarar dæma verði ógildir.

Búast má við því að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar, synji Landsréttur kröfu Vilhjálms um að Arnfríður víki sæti.

Verði fallist á kröfuna, hvort heldur er fyrir Landsrétti eða Hæstarétti, þarf að hefja skipunarferli upp á nýtt vegna þeirra fjögurra dómara sem dómsmálaráðherra skipaði í andstöðu við tillögu dómnefndarinnar. - aá


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.