Fótbolti

Heimir: Ekki raunhæft að vinna titil á þessu ári

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessi frábæri og sigursæli þjálfari byrjar vel í Færeyjum.
Þessi frábæri og sigursæli þjálfari byrjar vel í Færeyjum. vísir/anton
Heimi Guðjónssyni líkar vel í Færeyjum og vildi kanna hvort að hugmyndafræði sín myndi virka annars staðar en á Íslandi. RÚV var í Færeyjum á dögunum og settist niður með knattspyrnuþjálfaranum Heimi sem er við störf þar í landi.

Heimir tók við HB í lok síðasta árs eftir að hafa sagt skilið við FH eftir tíu ára starf þar sem aðalþjálfari. Nú þjálfar hann eitt stærsta félagið í Færeyjum og líkar vel.

„Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég var búinn að þjálfa FH í Pepsi-deildinni í tíu ár og aðstoðarþjálfari þar á undan. Mér fannst ágætt að prófa eitthvað nýtt og sjá hvort hugmyndarfræðin sem ég er með um fótbolta hvort það gæti ekki virkað einhversstaðar annars staðar en á Íslandi,” sagði Heimir í viðtali við RÚV.

„Boltinn hérna er grjótharður. Þeir eru svolítið í löngu boltunum og vinna seinni boltanna. Sterkir og kröftugir strákar. Það tekur tíma að kynnast þessu og spá hvernig maður á að bregðast við þegar maður er kominn í öðruvísi fótbolta. Það hefur gengið upp og ofan.”

HB hefur farið ljómandi vel af stað undir stjórn Heimis. Eftir tap í fyrsta leik liðsins hafa fylgt fjórir sigrar og eitt jafntefli og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar.

„Kröfurnar eru fyrst og fremst að gera liðið betra. Ég held að menn átti sig á því að það er ekki raunhæft að vinna titil á þessu ári en það er raunhæft að búa til gott lið.”

Allt innslagið má sjá hér en þar er einnig rætt við Brynjar Hlöðversson, leikmann HB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×