Er ennþá að koma sjálfum mér á óvart Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. apríl 2018 07:15 Andri Rúnar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/EPA Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“ Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Sjá meira
Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“
Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Sjá meira