Fótbolti

Dani Alves bætti við heimsmetið sitt í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Alves fagnar titlinum.
Dani Alves fagnar titlinum. Vísir/Getty

Ef einhver fótboltamaður gæti verið með heilt herbergi undir verðlaunin sín þá er það örugglega Brasilíumaðurinn Dani Alves.

Dani Alves og félagar í Paris Saint Germain tryggðu sér í gær franska meistaratitilinn með 7-1 sigri á Mónakó.

Dani Alves var þarna að vinna sinn 37. titil á ferlinum og bætti þar með við heimsmetið sitt sem hann tók af Kenny Dalglish og Ryan Giggs.

Ryan Giggs (allir 35 titlarnir með Manchester United) hafði náð að jafna met Kenny Dalglish (14 titlar með Celtic og 21 titill með Liverpool) árið 2013 en Dani Alves gerði síðan betur en þeir báðir.Dani Alves er á sínu fyrsta tímabili í París og var því að verða franskur meistari í fyrsta sinn. Hann var aftur á móti að verða meistari með liði sínu fjórða árið í röð og í áttunda sinn á síðustu tíu tímabilum.

Dani Alves vann ítalska titilinn með Juventus 2016-17 og varð sex sinnum spænskur meistari með Barcelona frá 2009 til 2016.

Dani Alves var i stuði eftir leikinn í gær. Vísir/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.