Innlent

Hærri sektir fyrir brot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það borgar sig ekki að nota símann undir stýri.
Það borgar sig ekki að nota símann undir stýri.

Lægsta sektarfjárhæð fyrir umferðarlagabrot verður 20.000 krónur, samkvæmt nýrri reglugerð sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngumálaráðherra hefur undirritað. Sektin var áður 5.000 krónur.

Eina undantekningin er að sekt fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis verður áfram 10.000 krónur.

Sjá einnig: Sektin áttfaldast um næstu mánaðamót

Sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar verður 40.000 krónur í stað 5.000 króna.

Þau rök eru meðal annars gefin fyrir hækkuninni að tíðni slíkra brota hafi aukist og að hætta hljótist af notkun farsíma við akstur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.