Þarf meiri spiltíma á næstunni Hjörvar Ólafsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Albert Guðmundsson hefur lítið fengið að spila fyrir aðallið PSV. vísir Albert Guðmundsson varð um síðustu helgi hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, en liðið tryggði sér titilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Ajax. PSV náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Ajax þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Albert kom ekki við sögu hjá PSV í leiknum, en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð. „Þetta hefur reynt þó nokkuð á þolinmæðina, þessi leiktíð. Þó svo að ég sé sáttur við mína stöðu þá komu augnablik á tímabilinu þar sem ég hefði viljað fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það er hins vegar mikil krafa um árangur hjá PSV og þess er krafist á hverri leiktíð að liðið berjist um titilinn. Það er því enginn tími fyrir tilraunastarfsemi og því hef ég skilning á minni stöðu,“ sagði Albert um stöðu sína hjá PSV. Albert hefur þó verið að brjóta sér hægt og rólega leið inn í lið hollensku meistaranna frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Heerenveen 18 ára gamall sumarið 2015. Albert var færður upp í æfingahóp aðalliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum liðsins á leiktíðinni. Albert hefur í öll skiptin komið inn á sem varamaður. Hann hefur hins vegar farið mikinn með varaliði PSV sem leikur í hollensku B-deildinni. „Ég æfi alla daga með aðalliðinu og mér líður klárlega eins og ég sé hluti af hópnum. Þess vegna finnst mér ég eiga hlut í þessum titli. Það var gaman að vera hluti af liði sem verður landsmeistari og þetta var frábær dagur á sunnudaginn,“ segir Albert. „Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu, þessir leikir með varaliðinu fullnægja ekki mínum vangaveltum um spiltíma. Við munum fara yfir málin í vor og ég sé til hvað ég geri. Fyrsti kostur er að spila reglulega með aðalliði PSV, mér líður mjög vel hérna. Ef það gengur ekki upp verð ég hins vegar að leita annað og fá meiri spiltíma.“ Albert hefur auk þess að freista þess að komast nær aðalliði PSV fengið tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Albert lék til að mynda annan af vináttulandsleikjunum tveimur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Tæpur mánuður er þar til HM-hópurinn verður valinn. Albert er vongóður um að frammistaða hans hafi heillað þjálfara landsliðsins. „Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera jákvæður og bjartsýnn á það að ég fari með til Rússlands. Mér fannst ég sýna nýja hlið á mér í leiknum gegn Mexíkó; að ég geti haldið skipulagi, sýnt dugnað og fylgt fyrirmælum hvað varðar hlaupaleiðir í varnarleiknum. Ég tel mig einnig hafa ýmislegt fram að færa í sóknarleik liðsins. Nú er bara að bíða og sjá, ég verð allavega klár ef kallið kemur,“ segir Albert. Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Albert Guðmundsson varð um síðustu helgi hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, en liðið tryggði sér titilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Ajax. PSV náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Ajax þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Albert kom ekki við sögu hjá PSV í leiknum, en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð. „Þetta hefur reynt þó nokkuð á þolinmæðina, þessi leiktíð. Þó svo að ég sé sáttur við mína stöðu þá komu augnablik á tímabilinu þar sem ég hefði viljað fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það er hins vegar mikil krafa um árangur hjá PSV og þess er krafist á hverri leiktíð að liðið berjist um titilinn. Það er því enginn tími fyrir tilraunastarfsemi og því hef ég skilning á minni stöðu,“ sagði Albert um stöðu sína hjá PSV. Albert hefur þó verið að brjóta sér hægt og rólega leið inn í lið hollensku meistaranna frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Heerenveen 18 ára gamall sumarið 2015. Albert var færður upp í æfingahóp aðalliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum liðsins á leiktíðinni. Albert hefur í öll skiptin komið inn á sem varamaður. Hann hefur hins vegar farið mikinn með varaliði PSV sem leikur í hollensku B-deildinni. „Ég æfi alla daga með aðalliðinu og mér líður klárlega eins og ég sé hluti af hópnum. Þess vegna finnst mér ég eiga hlut í þessum titli. Það var gaman að vera hluti af liði sem verður landsmeistari og þetta var frábær dagur á sunnudaginn,“ segir Albert. „Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu, þessir leikir með varaliðinu fullnægja ekki mínum vangaveltum um spiltíma. Við munum fara yfir málin í vor og ég sé til hvað ég geri. Fyrsti kostur er að spila reglulega með aðalliði PSV, mér líður mjög vel hérna. Ef það gengur ekki upp verð ég hins vegar að leita annað og fá meiri spiltíma.“ Albert hefur auk þess að freista þess að komast nær aðalliði PSV fengið tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Albert lék til að mynda annan af vináttulandsleikjunum tveimur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Tæpur mánuður er þar til HM-hópurinn verður valinn. Albert er vongóður um að frammistaða hans hafi heillað þjálfara landsliðsins. „Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera jákvæður og bjartsýnn á það að ég fari með til Rússlands. Mér fannst ég sýna nýja hlið á mér í leiknum gegn Mexíkó; að ég geti haldið skipulagi, sýnt dugnað og fylgt fyrirmælum hvað varðar hlaupaleiðir í varnarleiknum. Ég tel mig einnig hafa ýmislegt fram að færa í sóknarleik liðsins. Nú er bara að bíða og sjá, ég verð allavega klár ef kallið kemur,“ segir Albert.
Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira