Forsetinn óskar ungum skákkonum góðs gengis á HM Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 18. apríl 2018 13:44 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og skákkennari stúlknanna, Omar Salama, fylgdust með þegar stúlkurnar, sem keppa á heimsmeistaramóti barna í skák, æfðu sig í dag. Visir/Vilhelm Gunnarsson Það var glatt á hjalla á leikskólanum Laufásborg í morgun þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í heimsókn til að óska skáksveit leikskólans góðs gengis á heimsmeistaramóti barna í skák. Fjórar stúlkur af leikskólanum fara á föstudag til Albaníu að keppa á mótinu. Omar Salama, skákkennari stúlknanna og foreldrar fara með í för og dvelja þau í Albaníu í tíu daga. Guðni þakkaði stúlkunum fyrir bréfið sem hann fékk frá þeim. Þær skrifuðu forsetanum og buðu honum að koma í heimsókn á leikskólann.Stúlkurnar skrifuðu bréf til foresta í gær. Vísir/Vilhelm Gunnarsson„Kæri vinur forseti Íslands. Viltu heiðra okkur með nærveru þinni á morgun, miðvikudag?Við erum 4 vinkonurnar, 5 ára, að fara á heimsmeistaramót barna í skák í Albaníu. Okkur langar að segja þér betur frá því,“ stóð meðal annars í bréfinu til forseta sem hann hafði með sér í heimsóknina. Guðni óskaði Omari, þjálfara stúlknanna einnig til hamingju með árangurinn en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem leikskólabörn taka þátt á heimsmeistaramóti barna í skák. Stúlkurnar hafa æft stíft síðustu daga undir handleiðslu Omars.Guðni heilsar stúlkunum á Laufásborg í dag. Vísir/Vilhelm GunnarssonOmar sagði það gaman fyrir stúlkurnar að forsetinn skyldi koma og styðja þær og sýna þeim hversu mikilvægt það sé að taka þátt í mótinu ekki aðeins fyrir hönd Íslands heldur líka fyrir þær sjálfar. Guðni eyddi talsverðum tíma í að spjalla við stúlkurnar og fylgjast með þeim tefla. Þær létu ekkert á sig fá þrátt fyrir nærveru forsetans, fjölda ljósmyndara og tökuliðs sjónvarps. Tengdar fréttir Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Leikskólabörn á leiðinni á HM Fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólabörn taka þátt á mótinu. 13. mars 2018 20:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Það var glatt á hjalla á leikskólanum Laufásborg í morgun þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í heimsókn til að óska skáksveit leikskólans góðs gengis á heimsmeistaramóti barna í skák. Fjórar stúlkur af leikskólanum fara á föstudag til Albaníu að keppa á mótinu. Omar Salama, skákkennari stúlknanna og foreldrar fara með í för og dvelja þau í Albaníu í tíu daga. Guðni þakkaði stúlkunum fyrir bréfið sem hann fékk frá þeim. Þær skrifuðu forsetanum og buðu honum að koma í heimsókn á leikskólann.Stúlkurnar skrifuðu bréf til foresta í gær. Vísir/Vilhelm Gunnarsson„Kæri vinur forseti Íslands. Viltu heiðra okkur með nærveru þinni á morgun, miðvikudag?Við erum 4 vinkonurnar, 5 ára, að fara á heimsmeistaramót barna í skák í Albaníu. Okkur langar að segja þér betur frá því,“ stóð meðal annars í bréfinu til forseta sem hann hafði með sér í heimsóknina. Guðni óskaði Omari, þjálfara stúlknanna einnig til hamingju með árangurinn en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem leikskólabörn taka þátt á heimsmeistaramóti barna í skák. Stúlkurnar hafa æft stíft síðustu daga undir handleiðslu Omars.Guðni heilsar stúlkunum á Laufásborg í dag. Vísir/Vilhelm GunnarssonOmar sagði það gaman fyrir stúlkurnar að forsetinn skyldi koma og styðja þær og sýna þeim hversu mikilvægt það sé að taka þátt í mótinu ekki aðeins fyrir hönd Íslands heldur líka fyrir þær sjálfar. Guðni eyddi talsverðum tíma í að spjalla við stúlkurnar og fylgjast með þeim tefla. Þær létu ekkert á sig fá þrátt fyrir nærveru forsetans, fjölda ljósmyndara og tökuliðs sjónvarps.
Tengdar fréttir Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Leikskólabörn á leiðinni á HM Fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólabörn taka þátt á mótinu. 13. mars 2018 20:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00
Leikskólabörn á leiðinni á HM Fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólabörn taka þátt á mótinu. 13. mars 2018 20:30