Ólíklegt að lífsýni safni ryki hér eins og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2018 19:30 „Þetta er auðvitað sláandi mynd og 200 þúsund sýni sem eru þarna geymd út um alla Ameríku sem enginn veit um,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir, sérfræðingur á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, um kvikmyndina I am Evidence sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. „Ég tel mjög ólíklegt að slíkt geti komið fyrir á Íslandi. Við erum mjög þröngur hópur sem hefur komið að málum og sjáum um málefni brotaþola,“ segir hún. Kvikmyndin greinir frá því þegar fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit uppgötvuðu árið 2009 um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpinn sem átti sér stað. Í kjölfar fundarins í Detroit hafa fundist um 225 þúsund lífsýni sem hafa safnað ryki víða um Bandaríkin. Í myndinni kemur fram að ef lífsýnin hefðu verið rannsökuð fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir fleiri ofbeldisglæpi. Líkt og áður segir telur Hildur Dís afar ólíklegt að svo alvarleg mistök geti átt sér stað hér á landi.Hún segist ekki vita af tilfellum í Reykjavík þar sem sýni hafi týnst eða ekki nýtt í rannsókn þar sem þau hefðu geta komið að gagni. „Ég hef ekki heyrt af því að það hafi gerst hér í Reykjavík en get ekki fullyrt hvernig það hafi verið úti á landi,“ segir hún. „Hér er þetta þéttur hópur sem hefur aðkomu að málunum bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að við erum afar fáir einstaklingar sem höfum aðgang að þessum sýnum.“Sjá: „Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit“ Í svari tæknideildar lögreglu við fyrirspurn fréttastofu segir að nærri öll lífsýni sem send séu lögreglu fari í rannsókn en það sé metið út frá eðli hvers máls fyrir sig. Frá árinu 2005 hafa komið upp 15 mál þar sem lífsýni hafa borist en ekki hefur verið óskað eftir rannsókn á þeim. Varðandi förgun lífsýna þá er það á forræði lögreglustjóra og héraðssaksóknari að taka ákvörðun um það. Lífsýni séu geymd þar til fullnaðarákvörðun liggur fyrir fyrir dómi eða hjá ákæruvaldi.Lífsýnin eru marginnsigluð á neyðarmóttöku og ekki opnuð fyrr en rannsókn lögreglu hefst.Mynd/SkjáskotHjá neyðarmóttökunni eru lífsýnin ekki sjálfkrafa send lögreglu heldur byggir það á því hvort að brotaþoli kæri málið. Hugmyndafræði móttökunnar byggir ávallt á því að brotaþoli ráði för og ef viðkomandi óskar eftir rannsókn kallar lögregla eftir lífsýni. Á meðan lífsýni eru á neyðarmóttökunni eru þau geymd í öruggum hirslum og innsiglaðar í bak og fyrir. Ekki fari á milli mála ef einhver hefur átt við lífsýni. „Hjá okkur geymum við sýni að jafnaði í 16 vikur,“ segir Hildur Dís. „Oft tölum við við lögreglu áður en við förgum sýnum og athugum hvort að lögregla hefur haft aðkomu að málinu og vinnum þetta almennt í mjög góðu samstarfi.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað sláandi mynd og 200 þúsund sýni sem eru þarna geymd út um alla Ameríku sem enginn veit um,“ segir Hildur Dís Kristjánsdóttir, sérfræðingur á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, um kvikmyndina I am Evidence sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi. „Ég tel mjög ólíklegt að slíkt geti komið fyrir á Íslandi. Við erum mjög þröngur hópur sem hefur komið að málum og sjáum um málefni brotaþola,“ segir hún. Kvikmyndin greinir frá því þegar fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit uppgötvuðu árið 2009 um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpinn sem átti sér stað. Í kjölfar fundarins í Detroit hafa fundist um 225 þúsund lífsýni sem hafa safnað ryki víða um Bandaríkin. Í myndinni kemur fram að ef lífsýnin hefðu verið rannsökuð fyrr hefði verið hægt að koma í veg fyrir fleiri ofbeldisglæpi. Líkt og áður segir telur Hildur Dís afar ólíklegt að svo alvarleg mistök geti átt sér stað hér á landi.Hún segist ekki vita af tilfellum í Reykjavík þar sem sýni hafi týnst eða ekki nýtt í rannsókn þar sem þau hefðu geta komið að gagni. „Ég hef ekki heyrt af því að það hafi gerst hér í Reykjavík en get ekki fullyrt hvernig það hafi verið úti á landi,“ segir hún. „Hér er þetta þéttur hópur sem hefur aðkomu að málunum bæði hjúkrunarfræðingar og læknar þannig að við erum afar fáir einstaklingar sem höfum aðgang að þessum sýnum.“Sjá: „Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit“ Í svari tæknideildar lögreglu við fyrirspurn fréttastofu segir að nærri öll lífsýni sem send séu lögreglu fari í rannsókn en það sé metið út frá eðli hvers máls fyrir sig. Frá árinu 2005 hafa komið upp 15 mál þar sem lífsýni hafa borist en ekki hefur verið óskað eftir rannsókn á þeim. Varðandi förgun lífsýna þá er það á forræði lögreglustjóra og héraðssaksóknari að taka ákvörðun um það. Lífsýni séu geymd þar til fullnaðarákvörðun liggur fyrir fyrir dómi eða hjá ákæruvaldi.Lífsýnin eru marginnsigluð á neyðarmóttöku og ekki opnuð fyrr en rannsókn lögreglu hefst.Mynd/SkjáskotHjá neyðarmóttökunni eru lífsýnin ekki sjálfkrafa send lögreglu heldur byggir það á því hvort að brotaþoli kæri málið. Hugmyndafræði móttökunnar byggir ávallt á því að brotaþoli ráði för og ef viðkomandi óskar eftir rannsókn kallar lögregla eftir lífsýni. Á meðan lífsýni eru á neyðarmóttökunni eru þau geymd í öruggum hirslum og innsiglaðar í bak og fyrir. Ekki fari á milli mála ef einhver hefur átt við lífsýni. „Hjá okkur geymum við sýni að jafnaði í 16 vikur,“ segir Hildur Dís. „Oft tölum við við lögreglu áður en við förgum sýnum og athugum hvort að lögregla hefur haft aðkomu að málinu og vinnum þetta almennt í mjög góðu samstarfi.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira