Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2018 10:09 Verðlag á Íslandi er hærra en víða annars staðar. Vísir/GVA Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir. Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi sem gefin var út í dag. Þar segir að af þeim löndum sem gögn OECD nái til, sé Ísland það dýrasta. „Þá er verðlag á Íslandi á bilinu 1,5 til 2 sinnum hærra en í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem eru á meðal vinsælustu áfangastaða heims fyrir ferðamenn,“ segir í skýrslunni. „Það er því ljóst að verðlagið hér er það hæsta á meðal OECD-ríkja og eflaust fá ríki á alþjóðavísu sem búa yfir hærra verðlagi.“Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Segir einnig í skýrslunni að gengissveiflur krónunnar virðast hafa talsverð áhrif á upplifun ferðamanna á samband verðs og gæða. Miðað við mælingar Ferðamannapúlsins, sem mælir meðal annars upplifun ferðamanna í samræmi við verðlagningu, fór sá mælikvarði úr 82,9 stigum í 76,9 stig yfir árið 2016 en hækkaði svo og endaði í 78,2 stigum undir lok síðasta árs. „Ferðamaðurinn upplifði því lakara samband verðs og gæða yfir árið 2016 og snerist sú þróun við á árinu 2017. Söguleg styrking krónunnar átti sér stað á árinu 2016 sem virðist m.a. hafa skilað sér í lakari mælingu,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að gengisáhrif liti neyslu ferðamanna í íslenskum krónum en svo virðist sem að ferðamenn sem hingað komi til lands miðið útgjöld sín fyrst og fremst við eigin heimamynt. „Þeir hafa því væntanlega brugðist við styrkingu krónu á undanförnum árum með því að stytta ferðir sínar og/eða spara við sig neyslu hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að tekjuvöxtur í krónum talið hefur orðið mun hægari í greininni undanfarin ár en ætla mætti af fjöldatölum um ferðamenn.“Skýrslu Íslandsbanka má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir. Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi sem gefin var út í dag. Þar segir að af þeim löndum sem gögn OECD nái til, sé Ísland það dýrasta. „Þá er verðlag á Íslandi á bilinu 1,5 til 2 sinnum hærra en í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem eru á meðal vinsælustu áfangastaða heims fyrir ferðamenn,“ segir í skýrslunni. „Það er því ljóst að verðlagið hér er það hæsta á meðal OECD-ríkja og eflaust fá ríki á alþjóðavísu sem búa yfir hærra verðlagi.“Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Segir einnig í skýrslunni að gengissveiflur krónunnar virðast hafa talsverð áhrif á upplifun ferðamanna á samband verðs og gæða. Miðað við mælingar Ferðamannapúlsins, sem mælir meðal annars upplifun ferðamanna í samræmi við verðlagningu, fór sá mælikvarði úr 82,9 stigum í 76,9 stig yfir árið 2016 en hækkaði svo og endaði í 78,2 stigum undir lok síðasta árs. „Ferðamaðurinn upplifði því lakara samband verðs og gæða yfir árið 2016 og snerist sú þróun við á árinu 2017. Söguleg styrking krónunnar átti sér stað á árinu 2016 sem virðist m.a. hafa skilað sér í lakari mælingu,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að gengisáhrif liti neyslu ferðamanna í íslenskum krónum en svo virðist sem að ferðamenn sem hingað komi til lands miðið útgjöld sín fyrst og fremst við eigin heimamynt. „Þeir hafa því væntanlega brugðist við styrkingu krónu á undanförnum árum með því að stytta ferðir sínar og/eða spara við sig neyslu hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að tekjuvöxtur í krónum talið hefur orðið mun hægari í greininni undanfarin ár en ætla mætti af fjöldatölum um ferðamenn.“Skýrslu Íslandsbanka má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Bein útsending: Staða íslenskrar ferðaþjónustu Staða íslenskrar ferðaþjónustu verður til umfjöllunar á morgunfundi Íslandsbanka í dag 11. apríl þar sem ný skýrsla Íslandsbanka verður kynnt. 11. apríl 2018 07:45