Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira