Óttast sömu þróun og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 15:45 Hjalti Már Björnsson, segir ástandið ekki eins slæmt og í Bandaríkjunum en það fari versnandi. Mynd/Skjáskot Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira