Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 15:30 Frá samstöðufundinum við húsnæði ríkissáttasemjara í dag. vísir/rakel ósk Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að engin niðurstaða hafi fengist í kjaradeilu félagsins við ríkið og enn beri töluvert í milli. Ríkissáttasemjari sér því ekki ástæðu til að boða til næsta samningafundar fyrr en eftir tvær vikur. „Deilan er í raun stál í stál,“ segir Áslaug. Aðspurð hvort að staðan sé þá sú sama og var fyrir páska segir Áslaug jafnvel megi segja að deiluaðilar hafi hugsanlega færst hvor frá öðrum heldur en í hina áttina.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart.vísir/rakel óskFjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá hefur verið stofnaður Facebook-hópurinn Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum. Tæplega 15 þúsund eru meðlimir í hópnum og hafa á seinustu dögum hrúgast þar inn reynslusögur foreldra af ljósmæðrum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt,“ sagði Katrín. Kjaramál Tengdar fréttir Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að engin niðurstaða hafi fengist í kjaradeilu félagsins við ríkið og enn beri töluvert í milli. Ríkissáttasemjari sér því ekki ástæðu til að boða til næsta samningafundar fyrr en eftir tvær vikur. „Deilan er í raun stál í stál,“ segir Áslaug. Aðspurð hvort að staðan sé þá sú sama og var fyrir páska segir Áslaug jafnvel megi segja að deiluaðilar hafi hugsanlega færst hvor frá öðrum heldur en í hina áttina.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart.vísir/rakel óskFjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá hefur verið stofnaður Facebook-hópurinn Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum. Tæplega 15 þúsund eru meðlimir í hópnum og hafa á seinustu dögum hrúgast þar inn reynslusögur foreldra af ljósmæðrum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt,“ sagði Katrín.
Kjaramál Tengdar fréttir Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32