Ljósmæður að bugast Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2018 18:45 Vísir/Sigurjón Ólason Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16
Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00